Fundargerð árið 2015

. Published on .

Fundargerð aðalfundar Félags eldriborgara Selfossi 19. febrúar 2015

Formaður félagsins Sigríður J. Guðmundsdóttir setti fundinn og tilnefndi Óla Þ. Guðbjartsson sem fundarstjóra og Helga Helgason sem fundarritara.

Óli Þ. Guðbjartsson tók við fundarstjórn og minntist þeirra félaga sem látist hafa á liðnu starfsári en þeir eru 7 talsins. Vottuðu fundarmenn þeim virðingu með því að rísa úr sætum en síðan hófst dagskrá fundarins .

1. Fundargerð síðasta aðalfundar. Helgi Helgason las fundargerð aðalfundarins sem haldinn var 27. febrúar 2014.

2. Skýrsla stjórnar. Í skýrslunni, sem Sigríður formaður flutti , kom fram að átta stjórnarfundir hafa verið haldnir á starfsárinu. Þar hefur borið hæst væntanlega byggingu að Austurvegi 51 þar sem félagið fær tvo stóra sali ásamt öðru rými sem tengjast mun núverandi aðstöðu í Græmumörk 5. Þetta er því veruleg viðbót við það sem sveitarstjórn leggur félaginu til auk þess beina fjárframlags sem félagið nýtur frá Sveitarfélginu. Vænst er að framkvæmdir hefjist næsta haust.

Mjög góð þátttaka hefur verið í félagsstarfinu, t.d. hafa að meðaltali 70 mans sótt opið hús og 220 tóku þátt í aðventuhátíð. Öll hefðbundin starfsemi byrjaði strax eftir áramótin.- Gönguferðir, handverk , bókmenntir, líkamsrækt, íþróttir, dans. Margir góðir gestir hafa komið í opið hús , sem hafa frætt og skemmt þátttakendum á margvíslegan hátt . Aðrir viðburðir sem formaður nefndi voru m.a. fyrsta formlega keppni í boccia í Iðu á Selfossi og fyrirhugað Suðurlandsmót á sama stað í mars n.k., þátttaka í landsmóti eldriborgara á Húsavík, Góugleði á Eyrabakka, handverkssýning í apríl, kirkjuferð á uppstigningardag, þátttaka Hörpukórsins í 6 kóramótum. Fjórar leikhúsferðir, í Litlaleikhúsið, undir Eyjafjöll og tvær í Þjóðleikhúsið. Fornsöguhópurinn fór á slóðir Grettissögu. Þrjár dagsferðir farnar um Rangárþing, Borgarfjörð og Ölfus- Flóa. Haustferð í boði Guðmundar Tyrfingssonar um Hvalfjörð á Akranes. Árshátíð var haldin í nóvember, jólahugvekja í Selfosskirkju og jólahlaðborð á Hótel Örk. Fréttabréf er gefið út vor og haust með ársyfirliti og stundaskrá fyrir veturinn, sem einnig er að finna á heimasíðu félagsins.

Sigríður þakkaði öllu því góða fólki sem hér hefur lagt hönd á plóginn. Sérstakar þakkir til þeirra sem lokið hafa störfum í Dagskrárnefnd og Árshátíðarnefnd og einnig þeirra kvenna sem eru hættar í kaffiteimunum.

Erfitt hefur verið að manna kaffiveitingarnar í vetur en til að halda þessu áfram þarf mannskap og er óskað eftir að þeir sem hafa getu og treysta sér til gefi sig fram við stjórnina, karlar jafnt sem konur. Umbun er miði á Árshátíðina.

Að lokum flutti Sigríður þakkir til Guðmundar Tyrfingssonar og Sigríðar konu hans, fyrir þeirra velvilja öllum stundum í garð félagsins, einnig þakkaði hún starfsmönnum hjá Tónlistar-skólanum aðstoð við fjölföldun gagna.

 

Fundarstjóri gaf orðið laust um skýrslu stjórnar - Ólafur Ólafsson benti á að þakka bæri Inga Heiðmari fyrir stjórn hans á nónsöng. Sigríður tók undir þetta og þakkaði Ólafi ábendinguna.

Skýrslan samþykkt samhljóða með framkominni athugusemd.

3. Ársreikningar fyrir árið 2014. Guðmundur Guðmundsson gjaldkeri félagsins lagði fram og skýrði reikningana og voru niðurstöðutölur eftirfarandi:
Rekstrarreikingur kr. 3.359,660
Þar af tekju umfram gjöld kr. 174.428
Efnahags reikningur kr. 3.198.857
Sem er hrein eign þar sem skuldir eru engar.
Með reikningunum fylgdu ýmsar sundurliðanir og skýringar ásamt reikningum Hörpukórsins fyrir síðasta starfsár.

Fundarstjóri gaf orðið laust um reikningana. Gunnar Kristmundsson óskaði frekari skýringa á kostnaði við árshátíð og haustferð. Gjaldkeri og formaður upplýstu að halli hafi verið á árshátíð og að þurft hafi að greiða fyrir leiðsögn um Hvalfjörð í haustferð.

Reikningarnir borinn upp og samþykktir samhljóða.

4. Árgjald félgsins fyrir árið 2015. Fundarstjóri kynnti tillögu um að árgjald verði óbreytt kr. 2500 og var það samþykkt samhljóða.

5. Kosning í aðalstjórn, varastjórn og skoðunarmanna.
    a. Kosning formanns, Sigríður J. Guðmundsdóttir gaf kost á sér til endurkjórs og var kosning hennar sem formanns samþykkt einróma.
    b. Kosning í aðalstjórn, Jósefína Friðriksdóttir og Heiðdís Gunnarsdóttir, varaformaður gáfu kost á sér til endurkjörs og var kosning þeirra samþykkt samhljóða.
    c. Kosning í varastjórn, Óli Þ. Guðbjartsson gaf kost á endurkjöri og var kosning hans samþykkt samhljóða.
    d. Kosning skoðunarmanna, Helgi Helgason og Einar Jónsson endukjörnir samhljóða.

6. Kosning fulltrúa á landsþing LEB. Sigríður J. Guðmundsdóttir, formaður er sjálfkjörin og tillaga um Guðmund Guðmundsson, gjaldkera og Heiðdísi Gunnarsdóttur, varformann sem aðalfulltrúa samþykkt samhljóða.

Tillaga um Arnheiði Jónsdóttur, ritara og Jósefínu Friðriksdóttur, meðstjórnanda og Óla Þ. Guðbjartsson eða Gunnþór Gíslason, varastjórnarmenn sem varafulltrúa samþykkt samhljóða.

7. Önnur mál. Jósefína Friðriksdóttir kvaddi sér hljóðs og bar fram tillögu að svohjóðandi ályktun: „ Aðalfundur Félags eldri borgara á Selfossi, haldinn 19. febrúar 2015 að Grænumörk 5, skorar á stjórnvöld að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða í Árborg þar sem mikið ófremdarástand ríkir í þessum efnum.“

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

Sigríður formaður þakkaði það traust sem sér og öðrum stjórnarmönnum væri sýnt með endurkjöri til stjóarnarstarfa.

Gísli Magnússon sagði frá fyrirhugaðri Orkneyjaferð söguhópsins í vor og benti á að enn væru nokkur sæti laus ef einhver hefði áhuga.

Arndís Erlingsdóttir sagði frá starfi Hörpukórsins sem nú hefur starfað í 25 ár. Núverandi stjórnandi, Jörg Sondermann hefur stjórnað kórnum í 15 ár. Kóaramót eldriborgarakóra verður haldið á Selfossi 16. maí n.k. Arndís taldi slík mót mikilvæg fyrir kynningu á sveitarfélaginu og hvatti fólk til að mæta á tónleikana.

Kristján Jóhannesson bað um orðið en hann er nýlega genginn í félagið og finnst nokkuð vanta á að upplýsingar um starfið berist til félagsmanna. Bendi á að bæta mætti úr þessu með nýtingu á tölvupósti.

Formaður þakkaði ábendinguna en taldi að allar upplýsingar um starfið væri að finna á heimasíðu félagsins og í fréttabréfum.

Ólafur Ólafsson tók undir að bæta þurfi upplýsingastreymið.

Að svo búnu sleit Óli Þ. Guðbjartsson fundarstjóri fundinum um kl 16:20.

Helgi Helgson, fundarritari