Fundargerð árið 2014

. Published on .

Fundargerð aðalfundar Félags eldriborgara Selfossi 27. febrúar 2014

Formaður félagsins Sigríður J. Guðmundsdóttir setti fundinn og tilnefndi Óla Þ. Guðbjartsson sem fundarstjóra og Helga Helgason sem fundarritara.

Óli Þ. Guðbjartsson tók við fundarstjórn og minntist þeirra félaga sem látist hafa á liðnu starfsári en þeir eru 7 talsins. Vottuðu fundarmenn þeim virðingu með því að rísa úr sætum en síðan hófst dagskrá fundarins .

 1. Fundargerð síðasta aðalfundar. Helgi Helgason las fundargerð aðalfundarins sem haldinn var 21. febrúar 2013.

 2. Skýrsla stjórnar. Sigríður formaður flutti ítarlega skýrslu um starf félgsins á liðnu starfsári. Það helsta sem þar kom fram var eftirfarandi:

  Samningur og samstarf við Sveitarfélagið Árborg og þakkaði fyrir fjárstuðning sem það leggur til félagsstarfs aldraðra.

  Ný stjórn tók við eftir síðasta aðalfund undir forystu Sigríðar J Guðmundsdóttur en nýir í stjórn eru Jósefína Friðriksdóttir og Óli Þ. Guðbjartsson. Haldnir voru átta stjórnarfundir. Ákveðið að framvegis hefjist nýtt starfsár eftir hvern aðalfund. Minnt á lagabreytingu frá síðasta aðalfundi um að stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn en samfelld stjórnarseta má vera 3 kjörtímbil að hámarki.

  Fréttabréf komu út að vori og hausti og einnig var opnuð heimasíða en vefslóð hennar er www.febsel.123.is. Sigríður las upp nöfn þeirra fjölmörgu aðila sem starfað hafa í nefndum félagsins og /eða staðið fyrir hinum margvíslegu verkefnum sem félagið kemur að. Þakkaði hún öllu þessu fólki og þá sérstaklega því sem nú hefur lokið sínum nefndarstörfum í skemmtinefnd og sumarferðanefnd.

  Húsnæðismál félagsins hafa verið í umræðunni og erindi send bæjarstjórn og embættismönnum Sveitarfélagsins. Horft hefur verið til lóðarinnar nr. 51 við Austurveg en sú er í eigu Landsbankans og því óvist hvað verður. Hins vegar hefur bæjarstjórn samþykkt að veita fjármunum í að kanna möguleika á viðbyggingu eða stækkun á Grænumörk 5.

  Föstu liðirnir, fornbókalestur og opið hús voru á dagskrá frá janúar til maí og hófust aftur frá og með október. Þátttaka í opnu húsi var mjög góð eða um 90 manns að meðaltali. Þangað komu fjöldi góðra gesta sem skemmtu og fræddu auk þess sem félagar höfðu sjálfir fram að færa.

  Vaxandi þátttaka er í Boccia- íþróttinni og til að styðja við þá þróun hefur félagið kostað kaup á nýjum boltum.

  Félagar komu víða við, svo sem með þátttöku í hátíðahöldum verkalýsðfélaganna 1. maí , kennslu nemenda Sunnulækjarskóla í félgsvist, hefðbundinni kirkjuferð á Uppstigningardag og þátttöku í vorfagnaði FEB í Hveragerði. Leikhúsferðir voru alls fjórar, ein í Litla-leikhúsinu við Sigtún og þrjá í Borgarleikhúsið. Handverkssýning í maí. Hörpukórin sótti nokkur söngmót. Línudansarar unnu til verðlauna í danskeppni í Vík. Söguhópurinn kannaði söguslóðir Laxdælu, og auk þess voru farnar þrjár sumarferði og haustferð að vanda í boði Guðmundar Tyrfingssonar.

  Árshátíð haldin á Hótel Selfossi 1. nóv og aðventufagnaður 5. des og að jólafríi loknu hófst hefðbundið starf á ný með opnu húsi og öðrum föstum liðum.

 3. Ársreikningar fyrir árið 2013. Einar Jónsson gjaldkeri félagsins lagði fram og skýrði reikningana og voru niðurstöðutölur eftirfarandi:

  Rekstrarreikingur kr. 3.014.050
  Þar af tap kr. 36.559
  Efnahags reikningur kr. 3.198.857
  Sem er hrein eign þar sem skuldir eru engar.
  Með reikningunum fylgdu ýmsar sundurliðanir og skýringar ásamt reikningum Hörpukórsins fyrir síðasta starfsár.
  Fundarstjóri gaf orðið laust um reikningana en engar athugasemdir komu fram og vor þeir samþykktir samhljóða.

 4. Árgjald félgsins fyrir árið 2014. Fundarstjóri kynnti tillögu um að árgjald verði óbreytt kr. 2500 og vara það samþykkt samhljóða.

 5. Kosning í aðalsstjórn, varastjórn og skoðunarmanns. Fráfarandi gjaldkeri Einar Jónsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Fundarstjóri kynnti tillögu kjörnefndar um Guðmund Guðmundsson sem gjaldkera. Óskað var eftir að Guðmundur kynnti sig sem hann og gerði og sagði frá fjölbreyttum starfsferli og starfi að félagsmálum.
  Arnheiður Jónsdóttir ritari félgasins gaf kost á sér til endurkjörs og var það samþykkt einróma.
  Árni Erlendsson hefur lokið 6 ára (3ja kjörtimab.) setu í varastjórn og lætur því af störum. Tillaga kjörnefdar um Gunnþór Gíslason í varastjórn samþykkt samhljóða.
  Ester Grímsdóttir gefur ekki kost á sér áfram sem skoðunarmaður. Tillaga um Einar Jónsson (fráfarandi gjalkera) í hennar stað samþykkt samhljóða.
 6. Kosning í árshátíðarnefnd. Fráfarandi nefnd, Heiðdís Gunnarsdótir, Hermann Ágúst og Margrét Gunnarsdóttir gefa ekki kost á sér . Tillag um að Einar Jónsson, Hjördís Þorsteinsdóttir og Hrafnhildur Sveinsdóttir taki til starfa í nefndinni samþykkt samhljóða.
 7. Kosning í sumarferðanefnd. Fráfarandi nefnd, Óskar Ólafsson, Ingunn Pálsdóttir og Vilborg Magnúsdóttir gefa ekki kost á sér. Tillaga um Örlyg Karlsson, Steingerði Jónsdóttur í félagi með þeim verður Sigurður Sigurðarson, auk Guðrúnar Jónsdóttur sem er tilbúin að vinna áfram með nefndinni, samþykkt samhljóða.

 8. Önnur mál. Hanna Pálsdóttir kvaddi sér hljóðs og flutti félaginu og stjórninni þakkir fyrir hönd Hörpukórsins fyrir fjárframlag og stuðning við kórstarfið.

  Gunnar Kristmundsson tók til máls og þakkaði fyrir skýrslu stjórnar og þá sérstaklega kaupin á nýjum Boccia-boltum. Hvatti hann félaga til frekari þátttöku í þeirri íþrótt. Þá ræddi Gunnar um aðstöðuleysi fyrir félagsstarfið og lýsti þeirri skoðun sinni að Sveitarfélagið ætti að koma þar miklu betur að málum gera að forgangsverkefni umfram önnur sem eru á döfinni.

  Þá kallaði formaðurinn fram Hjört Þórarinsson og kynnti hann sem nýjan heiðursfélaga Félags eldriborgara á Selfossi og afhenti honum blómumskreytt heiðurskjal því til staðfestingar. Hjörtur þakkaði fyrir sig og að sjálfsögði með snjallri vísu.

Eflaust hjá öllum leynist óskin að starfa og geta
en vandrötuð vegferð reynist virðingarstigu að feta.
Þó upphefð ég allri neiti ég undantekningu gjöri,
ég virðingu ykkar veiti með viðtöku á heiðursskjöri.
Hj.Þ.

 

Einar Jónsson kvaddi sér hljóðs og þakkaði stjórn og öðrum félagsmönnum ánægjulegt samstarf á liðum árum.

Að svo búnu sleit Óli Þ. Guðbjartsson fundarstjóri fundinum um kl 16:30.

Helgi Helgson, fundarritari