Áskorun til bæjarstjórnar/bæjarráðs Árborgar - Selfossi 10.maí 2019

on .

Áskorun til bæjarstjórnar/bæjarráðs Árborgar.

Stjórn Félags eldri borgara Selfossi samþykkti á stjórnarfundi sínum þann 10.maí 2019 að skora á Sveitarfélagið Árborg að fjölga bekkjum á Selfossi. Það sem þarf að hafa í huga við staðsetningu þeirra er að ekki sé of langt í næsta bekk, ruslafata sé við þá og að þeir séu staðsettir norðan við götu, þá snýr sá sem nýtir sér sæti í suður móti sól.

Í austurbænum eru nú risin 5 fjölbýlishús sem ætluð eru 50 ára og eldri. Það er því fyrirsjáanlegt að þar muni eldri borgurum fjölga verulega, Mjög fáir bekkir eru í þessum bæjarhluta og því brýn þörf.

Þá bendum við einnig á að gangstétt á Austurvegi er ónýt og í raun hættuleg gangandi sem hjólandi.

 

F.h. stjórnar FEB
Guðfinna Ólafsdóttir
Formaður.