2. stjórnarfundur 14.03.25
Fundargerð stjórnar eldri borgara Selfossi (7/2025).
2 stjórnarfundur Febsel föstudaginn 14.03.25 kl. 10.30 í Uppsölum Grænumörk.
Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Margrét Jónsdóttir (MJ) ritari, Valdimar Bragason (VB) meðstjórnandi Ólafía Ingólsfsdóttir (ÓI) meðstjórnandi Ólafur Backman (ÓB) varamaður og Ólafur Sigurðsson (ÓS) varamaður.
- Fundur settur. Formaður setti fund kl 10.30.
- Fundargerð síðasta fundar lögð fram. Samþykkt bent á stafsetningarvillur sem er búið að leiðrétta.
- Tímasetning funda með nefndum! Talaði um að funda með nefndum 9.30 á undan stjórnarfundi 28.03.2025 EJ spurði hvort það ætti að vera með kaffinu gætu orðið um 20 manns. Ath með að fá afganga frá kvenfélaginu til að bjóða upp á. Lóu tókað sér að boða formenn nefnda á fundinn.
- Hvað er fram undan. Söngnemar tónlistarskólans verða á næsta opnu húsi. ÓS talaði um hvernig uppsetning á pöllum yrði. Talað um að fá Palla til að taka nýja mynd af stjórninni til að setja á heimasíðuna. Eiríkur Orri er næsti gestur á opnu húsi hann er þvagfæraskurðlæknir og vínáhugamaður. Soffía Sveins í byrjun apríl og leikhópurinn Lotta 10 apríl, 8 maí verður Palli með Dubai kynningu. ÓS vill slútta opnu húsi 15 maí með alvöru dúndri t.d uppistandara.
- Önnur mál. Prjónahópur er að spá í hvort hægt væri að fá textilkennara. Spáð í kennurum sem eru hættir að vinna og væru til í að koma og leiðbeina. Formaður ætlar að ath þetta nánar með hópnum. 2. Myndlistahópurinn er horfinn Elísabet Helga Harðardóttir er til í að koma og prófa og taka þennan hóp að sér hún gæti komið á miðvikudögum kl 13-14, ath hvort Gunnur væri til í að koma aftur í haust. 3. Hvergerðingar höfðu samband og vilja koma í heimsókn til okkar fá að kynna sér starfið hjá okkur. Ath hvenær væri hentugur tími t.d þriðjudagsmorgun. 4. Ballið í kvöld á Hvolsvelli, Hvergerðingar verða með rútu sem kemur við hér og tekur fólk. ÓI ætlar að fara og bað MJM hana um að koma í Grænumörkina og vera fyrir hönd stjórnar þanga til rútan fér 5. Hugmyndakassi ath hvort einhver eigi kassa eða útbúi pappakassa með rifu ÓI tekur að sér að útbúa kassa. 6. Pílumál ekki tala um bogfima talað um píluspaldið sem er í fundarherberginu. Talað um hvort það séu margir sem hafi áhuga á pílu. Talað um taflborð sem eru til en ekki notuð. Aðstaða fyrir Bodsía verður að leysast fyrir næsta haust. Talað um gólfið niður í matsal að það sé á síðasta snúning. Hvað er best að setja á salinn hvað þolir mestan ágang. Í maí er bókaður fundur með bæjarstjórn og talað yrði þá um endurnýjun á salnum, gólfefni og stólum. 7. Böll, hvort hægt væri að bjóða upp á böll í salnum. ÓS sagði frá félagsmiðstöðvum í RVK sem bjóða upp á dans einnig talað um 60 + hópinn sem er á vinnumarkaðinum enn. Talað um konuna sem er með félagsvistina í Grænumörk 2 hún leigir þar salinn. Hún rukkar sjálf og ber ábyrgð. (MJM talaði um vínilkvöld) Talað um opið hús í gær hvað mörg ný andlit sáust þar. 8. Erasmus félagið er komið þar inn með hjálp konu í Póllandi MJM bíður eftir næsta skrefi sem verður væntanlega í sumar Ítalía Grikkland Pólland og Ísland eru í þessu samstarfi. 9. EJ talaði um samninginn við Árborg sem var frestað fram í maí talað um hvað þyrfti að rökstyðja. Talað um kostnað við námskeiðahald. Talað um að afla upplýsinga um hver kostnaður er við hina ýmsu klúbba. 10. MJM Konan frá heildsölunni hringdi til að ath hvenær hún geti komið á opið hús ath hvort það gæti verið 8 maí. 11 Talað um bíngó sem ekki var haldið en ÓS sagði að Hörpukórinn ætlar að hafa bingó í apríl. Umræða hvort ætti að semja við hörpukórinn að sjá reglulega um bingó. 12 EJ spurði hvort stjórn sæi ekki kröfurnar frá félaginu sem byrtust í heimabankanum. 13 VB benti á bækling Góður svefn sem væri kominn út fyrir eldri borgara. Talað um útburð á blaði LEB, kostnað við útburð á blaðinu. 14 Einnig var spjallað um hvort einhver í félaginu gæti tekið að sér að sjá um salinn ef fengið væri leyfi til að vera t.d 1 kvöld í viku eða mánuði með einhvern viðburð í salnum.
- Næsti stjórnarfundur 28.03.25
- Fundi slitið. Kl 11.44
___________________________ ____________________________
Margrét Jónsdóttir ritari Magnús J. Magnússon formaður
Eldri stjórnarfundir
03. stjórnarfundur
03. stjórnarfundur 5.apríl 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (6/2024).Þriðji fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 05.04.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari,...
02. stjórnarfundur
02. stjórnarfundur 22.mars 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (5/2024).Annar fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 22.03.2024, kl. 9:00í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...
01. stjórnarfundur
01. stjórnarfundur 1.mars 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (4/2024).Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 01.03.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ)...