893 2136

febsel@febsel.is

Smella hér fyrir Facebook síðu Febsel →

10. stjórnarfundur

19.september 2024

  1. Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (13/2024).
    Tíundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn fimmtudaginn 19.09.2024 í Uppsölum í Grænumörk

    Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachman (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

    1. Fundur settur kl. 13:00
    2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram og samþykkt samhljóða.
    3. Fundur formanna félaga eldri borgara á Suðurlandi 01.10.24. Fundurinn verður á Höfðabrekku í Vík. Kl. 12:30 og hefst með súpu. Borist hafa boð frá öllum félögum á Suðurlandi og munu þau öll senda fulltrúa. Helgi Pétursson formaður LEB og Björn Snæbjörnsson formaður kjaramálanefndar LEB munu mæta á fundinn með upplýsingar frá landssamtökunum og kjaranefndinni.
    4. Fundur verður á vegum LEB og SÍS, Samtökum íslenskra sveitarfélaga með Öldungarráðum á landsvísu 17. október kl. 13:00 á Stórhöfða 35. Þar veður fjallað um hlutverk öldungarráða.
    5. Frá kjaramálafundi LEB 09.09.24. Fundur stjórnar LEB og Kjaranefndar LEB var haldinn 09.09.24. Ákveðið að halda landshlutafundi um allt land á haustdögum og byrja á fundi á Suðurlandi 01.10.24. Ákveðið að einbeita sér að einu máli í einu og leiða það til lykta. Ekki vera með marga bolta á lofti í einu. Nú eru það kjör þeirra sem minnst hafa og frítekjumarkið! Formaður kjaranefndar LEB er Björn Snæbjörnsson.

    6. Efni frá síðasta fundi. Sundjóga frestast fram yfir áramót. Dansfærninámskeið verður á föstudögum í M2, það er frítt og verður opið fyrir áhugasama, spænskur kennari. MJM hitti Einar Sumarliðason sem sá um glervinnsluna í nokkur ár. Einar getur ekki verið áfram vegna heilsuleysis og kom hann í síðustu viku og gekk frá gögnum og tók það sem honum tilheyrði. Rýmið sem glervinnslan var í tók þrjú herbergi, stjórnin mun hittast nk. fimmtudag 26. sept. kl. 12 og taka til í þessu rými og ganga frá því sem tilheyrir glervinnslu. Poststulín og keramik mun verða flutt í þetta rými og er nýi brennsluofninn staðsettur þar.
    7. Kynningarfundur dagsins. MJM mun kynna dagskrána og munu nokkrir leiðbeinendur segja ítarlegar frá sínum verkefnum. Jóhanna frá Rauða krossinum kemur og segir frá sjálfboðastarfi og ýmsu sem Rauði krossinn er að gera til að minnka einsemd og einangrun fólks. ÓS mun segja frá stöðu verkefnisins Karlar í Skúrum
    8. Önnur mál
    a) Fundur verður í Öldungaráði Árborgar. 27. sept.
    b) Tekið verður til í eldhúsaðstöðunni – tekin út örbylgjuofn og gömul kaffivél.
    c) Opið hús verður áfram á fimmtudögum með hinum ýmsu viðburðum sem auglýstir verða í Dagskránni. VB mun hafa umsjón að setja inn auglýsingar og að semja við Dagskrána.
    d) Frá eldri borgurum í Hveragerði – Dansleikur verð ur 15. okt. Tónlistin verður í umsjón Diskóteksins Dísu – Eldri borgarar á Suðurlandi boðnir velkomnir.
    e) Heiðursfélagar – þeirra réttur, okkar skyldur. Vísað til næsta fundar.
    9. Fundi slitið 13:45
    Næsti fundur 04.10 kl. 10.30

    ________________________________ ________________________________
    Guðrún Þóranna Jónsdóttir Magnús J. Magnússon
    ritari formaður

 

Eldri stjórnarfundir

05. stjórnarfundur

05. stjórnarfundur 10.maí 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (8/2024).fimmti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 10.05.2024 í Uppsölumí Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,...

04. stjórnarfundur

04. stjórnarfundur 19.apríl 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (7/2024).Fjórði fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 19.04.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,...

03. stjórnarfundur

03. stjórnarfundur 5.apríl 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (6/2024).Þriðji fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 05.04.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari,...

02. stjórnarfundur

02. stjórnarfundur 22.mars 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (5/2024).Annar fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 22.03.2024, kl. 9:00í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...

01. stjórnarfundur

01. stjórnarfundur 1.mars 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (4/2024).Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 01.03.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ)...

Aðalfundur Félags eldri borgara Selfossi

Aðalfundur Félags eldri borgara Selfossi  22.febrúar 2024 FUNDARGERÐ Fundarsetning Formaður félagsins setti fund og bauð alla velkomna. Hann lagði til að Jóna S. Sigurbjartsdóttir yrði fundarstjóri og Örlygur Karlsson og Margrét Jónsdóttir yrðu ritarar. Var það...

Fungargerð aðalfundar Febsel 2023

Fundargerð aðalfundar FEBSEL 2023  22.febrúar 2023 Fundargerð aðalfundar FEBSEL 2023. Aðalfundur Félags eldriborgara Selfossi, haldinn 23. febrúar 2023 kl. 14:00 í félagsmiðstöðinni Mörk, Selfossi.   Fundur settur. Þorgrímur Óli Sigurðsson formaður setti fundinn og...