Fólkið dreif að og úr varð um 120 manna samkoma. Kvenfélagið sá auðvitað um veitingar í mannskapinn og svo steig Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir á stokk og flutti einstaklega fróðlegt og skemmtilegt erindi um karlaheilsu, með sérstakri áherslu á það sem tengist svona svæðinu rétt fyrir neðan miðhluta líkama þess kyns. Hann fjallaði um blöðruhálskirtilinn, risvandamál og testósterón, svo eitthvað sé nú nefnt.
Ekki var hægt að merkja annað en þetta færi allt vel í gestina, enda fram borið á tungumáli sem allir skildu.