893 2136

febsel@febsel.is

Smella hér fyrir Facebook síðu Febsel →

19. stjórnarfundur

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (3/2025).
Nítjándi fundur stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 31.01.2025

í Uppsölum í Grænumörk 5.

 

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn. Ólafur Bachman boðaði forföll.

 

  1. Fundur settur 10:30.
  2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram og samþykkt.
  3. Opið hús01.25. Guðni Ágústsson var með myndasýningu 30. jan. Hann sýndi kvikmynd af foreldrum sínum og sagði frá. Stjórn FebSel mun sjá um opið hús 6. febr. Þar sem fólk verður hvatt til að tjá sig um starfsemi félagsins og koma með hugmyndir. Einnig mun Bylgja Sigmarsdóttir tengiliður eldri borgara kynna starf sitt. Öldungaráð Árborgar ætlaði upphaflega að vera 6. febrúar í opnu húsi en formaður Þórhildur Dröfn Ingvadóttir er ökklabrotin þannig að hún verður frá í nokkrar vikur. Þeim fundi er frestað fram á vor. Öldungaráðið ætlaði að funda fimmtudaginn 30. jan. en sá fundur féll einnig niður.
  4. Aðalfundur FebSel. Staða mála: Fundarstjóri verður Guðmundur Kr. Jónsson, Margrét Jónsdóttir og Guðrún Guðnadóttir sjá um fundarritun. MJM er tilbúinn með skýrslu stjórnar og mun hann senda hana á stjórnarmenn. EJ hefur hitt skoðunarmenn og farið yfir reikninga með þeim, þær hafa samþykkt þá og eru tilbúnar að undirrita þá. Kafli er í reikningum þar sem er sagt frá starfsemi ársins og innlausn tekna og voru stjórnarmenn samþykkir þeim með smá athugasemd. Stjórn ræddi sérstaklega um einn lið í reikningum, yfirstjórn. Þóknun til stjórnarmanna í FebSel hefur verið greidd síðustu áratugi. Var stjórn ánægð með það fyrirkomulag sem tekið var upp á stjórnarfundi 15.12.2023 um að hafa tvo fundi í mánuði og telur það mun skilvirkara.

Páll Skúlason mun útbúa auglýsingu til að birta í Dagskránni, á heimasíðu FebSel og á skjánum í Grænumörk 5. Eftir aðalfund ber stjórn ábyrgð á aðalfundargerð ásamt fundarstjóra þar sem hún er aldrei borin upp á fundi.

  1. Ályktanir. GÞ sagði að hún hefði sett saman ályktun. Var áætlunin rædd og samþykkt að leggja hana fyrir aðalfundinn.
  2. Önnur mál
  3. LEB Landsfundur Landssambands eldri borgara verður 29. apríl í Reykjanesbæ. Helgi Pétursson núverandi formaður mun láta af störfum sem formaður og nýr formaður verður kjörinn.
  4. MJM hitti Óttar íþróttaþjálfara og nokkra eldriborgara á Borg í Grímsnesi. Þar hefur ekki verið félag. Á þessum fundi skrifuðu sig 24 í félagaskrá fyrir nýtt félag. Haldin verður stofnfundur mjög fljótlega.
  5. Búið er að kaupa bolla og hitakönnur fyrir eldhúsið og það þarf að koma þeim inn í kompu inn af Mörk 2. Því þarf að færa palla Hörpukórsins sem allra fyrst.
  6. Beiðni frá viðburðastjórn. Þau óska eftir fartölvu fyrir starfsemina því ýmsir viðburðir þurfa á aukinni tækni að halda. MJM kom með þá tillögu að fartölva sem félagið á fari til viðburðastjórnar, og keyptar verði tölvur fyrir formann og ritara. Það verður skoðað.
  7. Sportable-forritið verði tekið upp strax eftir aðalfund að tillögu EJ . Stjórn samþykkir það.
  8. Hjartastuðtækið sem er í Uppsölum er ætlað í ferðir eldri borgara eins og á sumrin og í leikhúsferðir á vetrum. Annað hjartastuðtæki er í eldhúsaðstöðinni við hliðina á sal 3 og er ætlað til notkunar innanhúss. Það má aldrei fara út úr húsi.
  9. Stjórnin flutti kórpalla Hörpukórsins í geymsluherbergi við hlið postulínsvinnslunnar.

 

Fundi slitið kl. 11:45

Næsti fundur verður 14.02.24 kl. 10.30

 

_____________________________             _________________________

Guðrún Þóranna Jónsdóttir                             Magnús J. Magnússon

         ritari                                                         formaður

 

 

 

 

 

     

    Fundi slitið 11:54.

     

    Næsti fundur verður 17.01 kl. 10.30 í Uppsölum í Grænumörk 5.

     

     

    ________________________________           ________________________________

    Guðrún Þóranna Jónsdóttir                             Magnús J. Magnússon

    ritari                                                          formað

    Eldri stjórnarfundir

    20. stjórnarfundur

    20. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (3/2025).Tuttugasti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 14.02.2025 í Uppsölum í Grænumörk 5.     Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún...

    18. stjórnarfundur

    18. stjórnarfundur stjórnarfundur föstudaginn 17.01.25 kl. 09:00 í Uppsölum Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (2/2025).Átjándi fundur stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 17.01.2025 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM)...

    17. stjórnarfundur

    17. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (1/2025).Sautjándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 03.01 2025 í Uppsölum í  Grænumörk 5.Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín...

    16. stjórnarfundur

    16. STJÓRNARFUNDUR Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (19/2024).Sextándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 13.12.2024 í Fosstúni 7. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín Jónsdóttir (EJ)...

    15. stjórnarfundur

    15. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (18/2024).Fimmtándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 29.11.2024 kl. 10:30 í Grænumörk 5.   Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún Þóranna...

    14. stjórnarfundur

    13. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (17/2024).Fjórtándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 15.11.2024 kl. 10:30 í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín...

    13. stjórnarfundur

    13. stjórnarfundur 1.nóvember 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (16/2024). Þrettándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 01.11.2024 í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín...

    12. stjórnarfundur

    12. stjórnarfundur 18.október 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (15/2024).Tólfti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn kl. 10:30 föstudaginn 18.10.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...

    11. stjórnarfundur

    11. stjórnarfundur 4.október 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (14/2024). Ellefti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn fimmtudaginn 19.0.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...

    10. stjórnarfundur

    10. stjórnarfundur 19.september 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (13/2024).Tíundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn fimmtudaginn 19.09.2024 í Uppsölum í Grænumörk Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...