Árið hófst með látum og tæpt að tíminn dygði til að ljúka því sem fyrir lá.
Meðan gestir í fullum salnum voru að ljúka við að sporðrenna rjómavöfflunum, var ný og nútímaleg heimasíða félagsins opnuð. Sigurður Júlíusson hjá IDÉ auglýsingastofu hefur unnið að síðunni og kynnti hana.
Síðan flutti Ísleifur Árni Jakobsson sögu gömlu Ölfusárbrúarinnar við góðar undirtektir, enda margt áhugavert sem fólst í erindinu.