Það var ánæjulegt að finna þann metnað sem kvenfélagið lagði í stundina, með skreytingum, heitu súkkulaði með rjóma og smákökum. Gaf þessu ansi hátíðlegan blæ. Frænkurnar Hugrún Birna og Bryndís Embla heilluðu mannskapinn með tónlistarflutningi. Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir kynnti bókina sína og las úr henni við góðar undirtektir og Ísleifur Árni Jakobsson las jólasögu.
Ágæt stund með góðum gestum.