08. stjórnarfundur
23.ágúst 2024
Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (11/2024).
Áttundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 23.08.2024 í Uppsölum
í Grænumörk 5.
Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachman (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.
1. Fundur settur 10:30
2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram, hún var samþykkt samhljóða.
3. Frístundamessa 31.08.24 í Selfosshöllinni. Sveitarfélagið Árborg mun standa fyrir árlegri frístundamessu í haust þar sem kynning verður á vetrarstarfi stofnanna og félaga sveitarfélagsins. FebSel hefur verið boðið að taka þátt í viðburðinum og mun þiggja að mæta og kynna starf félagsins. Þeir stjórnarmenn munu mæta sem eiga heimangengt.
4. Efni frá síðasta fundi. EJ hafði samband við yfirmann sundlaugarinnar og hann býður upp á einn tíma, 13:30 á fimmtudögum. Jógakennarinn mun skoða það. Varðandi dansinn hefur kennarinn ekki svarað, er trúlega að koma úr fríi. Farið yfir námskeiðin frá því í fyrra, flest heldur áfram á sama stað og sama tíma. Rætt um að fá námskeið í bridge fyrir áhugasama. MJM mun reifa þá hugmynd við forsvarsmann Bridgefélagsins á Selfossi. Það þarf að flytja postulínsnámskeiðið inn á austurganginn ÓI verður í sambandi við kennarann. GÞ mun tala við Einar Sumarliðason sem var með glernámskeiðin í nokkur ár og athuga hvort hann geti verið með þau í ár eða hvort hann geti bent á annan leiðbeinanda. ÓS fór í Nytjamarkaðinn til að kanna stöðu rýmis fyrir Karla í skúrum og talaði við þann sem er að vinna að aðstöðunni. Möguleiki er að starfsemin gæti hafist í vetur, ÓS mun segja frá stöðu mála á kynningarfundinum. Formaður Jórunn Helena og nokkrar konur frá Kvenfélagi Selfoss þiggja að mæta á fund með stjórn FebSel til að ræða áframhaldandi samstarf um kaffið.
5. Önnur mál
a) Stjórnin þakkar ferðanefndinni fyrir skemmtilega og vel skipulagða ferð í Árnes þann 20. ágúst.
b) ÓB mun athuga hjá forsvarsmönnu Hótel Selfoss hvort ekki allt standi sem samið var um fyrir árshátíðina 7. nóvember.
c) Viðburðanefnd – Ólafur S., Ísleifur, Guðfinna, Páll, Jónbjörg. Það þarf að fá einn í viðbót. Hugmyndir hafa komið til nefndarinnar um að fá fróðleik um Kaldaðanes, Alviðru og að sýna myndir frá Páli Skúlasyni, en hann á mjög mikið af góðum myndum. Einnig nefndi ÓS að tónlistaratriði hefðu verið vinsæl. GÞ sagði að kona á Eyrarbakka, Esther Helga Guðmundsdóttir, hefði tekið vel í að koma og vera með erindi um matarræði eða matarfíkn.
d) Stjórn Eldri borgara í Hvergerði kom til að skoða aðstöðu hér hjá FebSel. MJM sýndi þeim hana og bauð þeim að koma á Opið hús þegar þeim hentaði einhvern fimmtudag í haust.
e) Öldungarráðsráðstefna verður á Hótel Natura á vegum Landssambands eldri borgara 1. okt. Þangað verður öllum öldungaráðum landsins boðið.
6. Fundi slitið 11:25
Næsti fundur 06.09 kl. 10.30
Eldri stjórnarfundir
18. stjórnarfundur
18. stjórnarfundur stjórnarfundur föstudaginn 17.01.25 kl. 09:00 í Uppsölum Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (2/2025).Átjándi fundur stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 17.01.2025 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM)...
Opið hús 30.janúar
Opið hús í dag. Ekki er ólíklegt, að ýmsir mögulegir gestir, hafi, af skynsemisástæðum, setið heima, í stað þess að leggja leið sína á opið hús, eins og veðurástandið er. Lái þeim hver sem vill. Hinsvegar var framlag gestsins, Guðna Ágústssonar, einkar áhugavert og...
Opið hús
Árið hófst með látum og tæpt að tíminn dygði til að ljúka því sem fyrir lá. Meðan gestir í fullum salnum voru að ljúka við að sporðrenna rjómavöfflunum, var ný og nútímaleg heimasíða félagsins opnuð. Sigurður Júlíusson hjá IDÉ auglýsingastofu hefur unnið að síðunni og...
Tónlistar- og kaffiveisla
Eftir að þúsundasti félaginn í FebSel hafði verið heiðraður með blómvendi (sjá hér fyrir neðan) steig fram blokkflautusveit frá Tónlistarskóla Árnessýslu. Þarna komu fram einstaklingar, minni hópar og svo allir saman. Afskaplega var þetta nú skemmtilegt. Við þetta...
Fornbókalestur: Fatnaður á víkingatíma
Það hitnaði heldur í kolunum í tengslum við lestur þessa morguns, þegar fatnaður reyndist verða meginþemað. Katrín dró fram leikmuni til útskýringar og fór á kostum við að gera sem gleggsta grein fyrir því hvernig þessu var öllu háttað í "denn". Hannes tók að sér...
17. stjórnarfundur
17. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (1/2025).Sautjándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 03.01 2025 í Uppsölum í Grænumörk 5.Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín...
Ný vefsíða FebSel
Idé auglýsingastofa óskar Félagi eldri borgara á Selfossi innilega til hamingju með nýja vefsíðu Nýja vefsíðan er hönnuð með þarfir félagsmanna að leiðarljósi og býður upp á einfalt viðmót, upplýsingar um viðburði, þjónustu félagsins og ýmist annað hagnýt efni. Idé...
Myndir úr starfinu
Félagsstarf eldri borgara á Selfossi er ómissandi vettvangur fyrir þá sem vilja njóta lífsins í góðum félagsskap! Hér er alltaf eitthvað spennandi á döfinni, hvort sem það eru skemmtikvöld, gönguferðir, íþróttir eða handavinna. Starfið fer fram í hlýlegu umhverfi...
16. stjórnarfundur
16. STJÓRNARFUNDUR Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (19/2024).Sextándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 13.12.2024 í Fosstúni 7. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín Jónsdóttir (EJ)...
Litlu jólin
Það var ánæjulegt að finna þann metnað sem kvenfélagið lagði í stundina, með skreytingum, heitu súkkulaði með rjóma og smákökum. Gaf þessu ansi hátíðlegan blæ. Frænkurnar Hugrún Birna og Bryndís Embla heilluðu mannskapinn með tónlistarflutningi. Ingibjörg Kristín...