893 2136

febsel@febsel.is

Smella hér fyrir Facebook síðu Febsel →

09. stjórnarfundur

6.september 2024

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (12/2024).
Níundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 6.09.2024 í Uppsölumí Grænumörk 5.

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Ólafur Bachman (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn. EJ ritar fundargerð í fjarveru Guðrúnar Þórönnu (GÞ) og MJM fer yfir.

  1. Fundur settur 10:30

Fjórir fulltrúar Kvenfélags Selfoss mættu á fundinn. Formaður, gjaldkeri og tveir fulltrúar kaffiveitinga. Farið var yfir áframhaldandi samstarf, fimmtudagskaffi. MJM lýsti yfir ánægju stjórnar með samstarfið og hið sama gerðu Sigríður og Þóra Valdís. Samstarfið hefur gengið mjög vel. Ákveðið að Kvenfélagið sæi áfram um kaffiveitingar á opnu húsi á fimmtudögum. ÓS myndi upplýsa þær um viðburði mánuð fram í tímann til að auðvelda þeim að áætla fjölda. Verð yrði óbreytt eða 1.500 kr. fyrir kaffi og með því og 200 kr fyrir molasopann. Rætt var um að það bráðvantaði meira pláss í eldhúsinu. Kvenfélagskonur töldu að yrði til mikilla bóta að fá hillur yfir vaskinum.

Á kynningarfundinum mun Kvenfélagið afhenda gjafabréf vegna hjartastuðtækis.

Litlu jólin verða 12. des.

  1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram, hún var samþykkt samhljóða.
  2. Drög að dagskrá viðburðarstjórnar. Margar hugmyndir komnar á blað, nýr nefndarmaður Sigrún Óskarsdóttir og kemur hún sterkt inn. Nefndarmenn eru 6, veitir ekki af þessum fjölda þar sem nefndarmenn eru ekki allir á staðnum hverju sinni. MJM hvetur stjórnarmenn til að mæta á viðburði og aðstoða nefndina eftir þörfum.

Hugmynd um púttvöll rædd.

Bingó. Fyrirspurn frá ÓS hvernig gengi með kaupin á bingókerfi. EJ sagði frá að FEBSEL væri á biðlista og ætti að fá tölvupóst um leið og kerfið kæmi í Spilavini – vefverslun. Tengill er Þorri hjá spilavinum og mun EJ hafa samband við hann aftur til að vera viss um að tengillinn virki og skilaboð muni berast við komu bingókerfisins.

  1. Drög að kynningarfundi. MJM búinn að setja auglýsingu á skjá í Grænumörk um kynningarfundinn. Kaffi hefst 14.45 í boði félagsins. Kynning hefst svo um kl 3. Farið yfir stundaskrána. MJM er búinn að úbúa Power Point skjal þar um. Starfsemin er þegar hafin sums staðar. VB mun láta prenta um 200 eintök af dagskránni sem liggur frammi á fundinum. Verið er að vinna við stundaskrá haust og vor annar og þarf hún að vera endanlega fyrir kynningarfundinn. EJ hefur verið í sambandi við Bylgju hjá Árborg vegna Zulay Dansmeðferðaraðila og hefur tímasetningin kl. 2 á mánudögum og 2 á föstudögum verið nokkuð njörvuð niður. Rætt um að halda kynningarfund n.k. mánudag. Bylgja myndi þá mæta og einn fulltrúi úr stjórn, ÓI sagðist geta mætt. Yoga í vatni hefur verið auglýst á FB síðu félagsins. Skv Helgu kennara hafa fjórir skráð sig en lágmarkið er 10 manns. Ætlunin var að námskeiðið hæfist n.k. fimmtudag. Þurfum að endurvekja auglýsinguna og sjá hvort ekki koma fleiri.

MJM að semja grein í Dagskrána um kynningarfundinn.

 

  1. Öldungaráðstefna LEB. Fundur með öldungarráði, öldungarráðstefna verður 17. október n.k. að Stórhöfða 35. Landssambandið hefur flutt starfsemi sína úr Ármúlanum í Stórhöðfðan, bæði er leigan lægri og bílastæði miklu fleiri. Góðir salir til afnota. Sameiginlegur fundur með LEB og Sveitarfélögunum.
  2. september fundur LEB með kjararráði. Kjaramálin er mjög brýnt að ræða og eldri borgarar ættu að fjölmenna á framboðsbundi.

Landsfundur LEB áætlaður um miðjan maí á Akureyri.

 

  1. Efni frá síðasta fundi. Frístundamessa 31.08.24 í Selfosshöllinni. Tókst mjög vel, renningur af fólki. Hörpukórinn kynnti sína starfsemi og Trausti líkamsræktina á þriðjudögum og fimmtudögum frá 9.30 til 11.30. MJM ræddi við Gissur varðandi kaffi í Tíbrá eftir líkamsræktina og var hann jákvæður með það. Rætt um að kannski væri hægt að fá kaffið inn í höllina. MJM ræðir frekar við Gissur.

GÞ búin að tala við Einar í glerinu. Ekki komið endanlega frá honum hvort hann er tilbúinn að taka það að sér. GÞ mun ræða aftur við hann.

Laugardagssöngur sem var verður að öllum líkindum ekki með sama sniði. Talað er um t.d. einu sinni í viku einn mánuð á haustönn og 1 mánuð á vorönn. GÞ mun athuga með það.

  1. Önnur mál
  2. EJ dreifði 8 mánaða uppgjöri, upplýsti um rekstrartekjur og rekstrargjöld ásamt eignastöðu félagsins. Upplýsti um fjölda félagsmanna sem er 970, 60 hafa gengið í félagið á árinu og 88 hafa verið skráðir út, annaðhvort látnir, eða hafa sagt sig úr félaginu.
  3. Ekki reynist unnt að hafa jólahlaðborðið 5. des eins og fyrirhugað var. Ákveðið að það verði 4. des. Og litlu jól 12. des. Kvenfélagið verður þá með jólalegt í M1 og heimabakaðar piparkökur.
  4. ÓS sagði frá skjávarpa sem Páll hafi pantað og kostaði um 14 þús. Ætlar að athuga að fá hann til prufu þegar hann kemur til landsins.
  5. Formannafund félaga eldri borgara á Suðurlandi verður 1. október á Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal kl. 12.00. 
  6. Fundi slitið 12.00

Næsti fundur fimmtudaginn 19. september kl. 13.00 í framhaldinu er svo kynningarfundurinn. Formaður verður fjarverandi 20. til 30. september.

________________________________           ________________________________

Elín Jónsdóttir                                                   Magnús J. Magnússon formaður

Eldri stjórnarfundir

18. stjórnarfundur

18. stjórnarfundur stjórnarfundur föstudaginn 17.01.25 kl. 09:00 í Uppsölum Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (2/2025).Átjándi fundur stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 17.01.2025 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM)...

Opið hús 30.janúar

Opið hús í dag. Ekki er ólíklegt, að ýmsir mögulegir gestir, hafi, af skynsemisástæðum, setið heima, í stað þess að leggja leið sína á opið hús, eins og veðurástandið er. Lái þeim hver sem vill. Hinsvegar var framlag gestsins, Guðna Ágústssonar, einkar áhugavert og...

Opið hús

Árið hófst með látum og tæpt að tíminn dygði til að ljúka því sem fyrir lá. Meðan gestir í fullum salnum voru að ljúka við að sporðrenna rjómavöfflunum, var ný og nútímaleg heimasíða félagsins opnuð. Sigurður Júlíusson hjá IDÉ auglýsingastofu hefur unnið að síðunni og...

Tónlistar- og kaffiveisla

Eftir að þúsundasti félaginn í FebSel hafði verið heiðraður með blómvendi (sjá hér fyrir neðan) steig fram blokkflautusveit frá Tónlistarskóla Árnessýslu. Þarna komu fram einstaklingar, minni hópar og svo allir saman. Afskaplega var þetta nú skemmtilegt. Við þetta...

Fornbókalestur: Fatnaður á víkingatíma

Það hitnaði heldur í kolunum í tengslum við lestur þessa morguns, þegar fatnaður reyndist verða meginþemað. Katrín dró fram leikmuni til útskýringar og fór á kostum við að gera sem gleggsta grein fyrir því hvernig þessu var öllu háttað í "denn". Hannes tók að sér...

17. stjórnarfundur

17. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (1/2025).Sautjándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 03.01 2025 í Uppsölum í  Grænumörk 5.Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín...

Ný vefsíða FebSel

Idé auglýsingastofa óskar Félagi eldri borgara á Selfossi innilega til hamingju með nýja vefsíðu Nýja vefsíðan er hönnuð með þarfir félagsmanna að leiðarljósi og býður upp á einfalt viðmót, upplýsingar um viðburði, þjónustu félagsins og ýmist annað hagnýt efni. Idé...

Myndir úr starfinu

Félagsstarf eldri borgara á Selfossi er ómissandi vettvangur fyrir þá sem vilja njóta lífsins í góðum félagsskap! Hér er alltaf eitthvað spennandi á döfinni, hvort sem það eru skemmtikvöld, gönguferðir, íþróttir eða handavinna. Starfið fer fram í hlýlegu umhverfi...

16. stjórnarfundur

16. STJÓRNARFUNDUR Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (19/2024).Sextándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 13.12.2024 í Fosstúni 7. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín Jónsdóttir (EJ)...

Litlu jólin

Það var ánæjulegt að finna þann metnað sem kvenfélagið lagði í stundina, með skreytingum, heitu súkkulaði með rjóma og smákökum. Gaf þessu ansi hátíðlegan blæ. Frænkurnar Hugrún Birna og Bryndís Embla heilluðu mannskapinn með tónlistarflutningi. Ingibjörg Kristín...