12. stjórnarfundur
18.október 2024
Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (15/2024).
Tólfti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn kl. 10:30 föstudaginn 18.10.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5.
Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachman (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn. Elín Jónsdóttir, gjaldkeri boðaði forföll.
- Fundur settur 10:30.
- Fundargerð síðasta fundar lögð fram og samþykkt.
- Öldungaráðstefna 17.10 og um öldungaráð Svf. Árborgar. Góður fundur og góð mæting bæði í sal og á streymi. Tveir stjórnarmenn, MJM og ÓI fóru á fundinn og Bragi Bjarnason, bæjarstjóri mætti eftir hádegið þar sem formaður öldungarráðs Árborgar var upptekinn. Mjög fræðandi, Hafnarfjarðar- og Akureyrarmódelin voru kynnt, en þau teljast til fyrirmyndar fyrir önnur öldungarráð. Fram kom að í flestum öldungarráðum eru formenn úr hópi eldra fólks. Leb er í nýju húsnæði að Stórhöfði 31 húsi fagfélaganna og voru okkar fulltrúar mjög ánægðir með aðstöðuna. Formaður öldungaráðs Árborgar, Þórhildur Ingvadóttir mun koma á fund stjórnar 15. nóv. Síðan verður fundur í opnu húsi með öldungarráði Árborgar eftir áramót.
- Nefndir FEBSEL 2024 – 2025 Stjórnin fór yfir nefndir frá fyrra ári. Kjósa á kjörnefnd á aðalfundi en stjórn skráir og heldur utan um aðrar nefndir sem endurnýja sig sjálfar og/eða með aðstoð frá stjórn eftir aðalfund.
- Afgreiðsla mála frá síðasta fundi. Vinna við að tæma L3 gekk mjög vel og nú er postulín- og keramiknámskeiðin komin í það rými.– ÓS fór í gær og ræddi við hópinn sem er of stór og ætlar leibeinandinn að skipta hópnum. MJM fór og kynnti sér myndlistina á miðvikudögum. Dröfn Þorvaldsdóttir tekur að sér hópinn og heldur utan um hann. Tálgun er byrjuð, hún gengur vel. Aðventuhátíðin verður 4. des. MJM fær tilboð frá Hótelinu í dag varðandi meðlæti með kaffi.
- Hvað er framundan? Opið hús, 24. okt., Guðmunda Ólafsdóttir frá Héraðsskjalasafninu kemur þá og talar um fjallferðir, okt. kemur Bergsteinn Einarsson sem fjallar um um hernámsárin. MJM telur að stjórnin þurfi annars lagið að fá tíma í opnu húsi til að koma skilaboðum til fólks. Rætt um árshátíð og hvernig hún fari fram. 28. nóv. verður handverk og list íMörkinni Sýning og sala. Pantaðir hafa verið 50 miðar á Vinartónleika 9. jan.
- Önnur mál
- FebSuð saman. Það var ball í Hveragerði og mikið fjör. Það mættu um 200 manns. Ákveðið hefur verið að dansa á Hvolsvelli í mars og á Selfossi í maí
- Maður fluttur hingað sem spilar á harmonikku – býðst til að spila hér fyrir dansi með félögum. Ákveðið að þiggja það og finna tíma, tillaga um seinni hluta föstudags.
- MJM gerir tillögu um að þýða valið efni FebSel í pólsku og ensku. Stjórn var sammála því. MJM mun hafa samband við hugsanlega þýðendur.
- MJM kynnti hugmynd um að sækja um styrk til Eramus til að tengjast eldra fólks í Póllandi þar sem margir pólverjar eru á Íslandi. Erasmus+ áætlunin leggur áherslu á inngildingu og eitt af markmiðum hennar er að öllum séu tryggðir jafnir möguleikar á þátttöku. Erasmus+ styrkir verkefni sem stuðla að jöfnum tækifærum og fjölbreytni í samfélaginu.
- Heimasíðan FebSel – MJM leggur til að síðunni verði lokað . því hún er mjög þung og síðan verði byrjað frá grunni að gera nýja heimasíðu. Samþykkt.
Fundi slitið 11:59 Næsti fundur verður 01.11 kl. 10.30
________________________________ ________________________________
Guðrún Þóranna Jónsdóttir Magnús J. Magnússon
ritari formaður
Eldri stjórnarfundir
Aðalfundur Félags eldri borgara Selfossi 2025
AÐALFUNDUR FÉLAGS ELDRI BORGARA Á SELFOSSI 20.02.25 AÐALFUNDUR FÉLAGS ELDRI BORGARA Á SELFOSSI 20.02.25 FUNDARGERÐ Magnús J. Magnússson setur fund og leggur til að Guðmundur Kr. verði fundarstjóri og Guðrún Guðnadóttir og Margrét Jónsdóttir yrðu ritarar. Var það...
1. stjórnarfundur
1. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar eldri borgara Selfossi (6/2025). Fyrsti stjórnarfundur Febsel föstudaginn 28.02.25 kl. 10.30 í Uppsölum Grænumörk. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Margrét Jónsdóttir (MJ) ritari, Valdimar...
3. stjórnarfundur
3. stjórnarfundur 28.03.25 Fundargerð stjórnar eldri borgara Selfossi (8/2025). 3 stjórnarfundur Febsel föstudaginn 28.03.25 kl. 10.30 í Uppsölum Grænumörk. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Margrét Jónsdóttir (MJ) ritari,...
Fyrirlestur – Eiríkur Orri
Fólkið dreif að og úr varð um 120 manna samkoma. Kvenfélagið sá auðvitað um veitingar í mannskapinn og svo steig Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurðlæknir á stokk og flutti einstaklega fróðlegt og skemmtilegt erindi um karlaheilsu, með sérstakri áherslu á það sem...
2. stjórnarfundur
2. stjórnarfundur 14.03.25 Fundargerð stjórnar eldri borgara Selfossi (7/2025). 2 stjórnarfundur Febsel föstudaginn 14.03.25 kl. 10.30 í Uppsölum Grænumörk. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Margrét Jónsdóttir (MJ) ritari,...
21. stjórnarfundur
21. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (6/2025).Tuttugasti og fyrsti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn kl. 13:00, fimmtudaginn 20.02.2023 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ)...
20. stjórnarfundur
20. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (3/2025).Tuttugasti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 14.02.2025 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún...
19. stjórnarfundur
19. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (3/2025).Nítjándi fundur stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 31.01.2025 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín...
Ársreikningur 2024
ÁRSREIKNINGUR FÉLAGS ELDRI BORGARA Á SELFOSSI 2024Eldri fundir
18. stjórnarfundur
18. stjórnarfundur stjórnarfundur föstudaginn 17.01.25 kl. 09:00 í Uppsölum Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (2/2025).Átjándi fundur stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 17.01.2025 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM)...