Almennar upplýsingar
Hagnýtt fyrir eldri borgara á Selfossi
Markmið félagsstarfsins er að draga úr félagslegri einangrun eldri borgara og nýta þekkingu, reynslu og hæfileika þátttakenda. Starfið spannar meðal annars listsköpun, handmennt, spilamennsku, kórstarf, leikfimi, sund og ferðalög.
Félag eldri borgara á Selfossi auglýsa dagskrá sína á þessu vefsvæði. Upplýsingar um viðburði og annað starf má finna á heimasíðu Selfossbæjar og í fréttablöðum svæðisins.
Áhersla er lögð á fjölbreytni í námskeiðum og hópastarfi svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Félag eldri borgara á Selfossi er jafnframt hagsmunafélag sem stendur vörð um velferð og hagsmuni eldri borgara á svæðinu.
—
Heimili: Grænumörk 5, 800 Selfossi
kt: 410791-2269
Heimasíða: www.febsel.is
Netfang: febsel@febsel.is
Sími formanns: 893 2136
Sími gjaldkera: 893 3435
Við erum virk á facebook: Félag eldri borgara Selfossi
Gerast félagsmaður: Fylla út inngöngubeiðni með því að smella HÉR.
Eyðublöð fyrir inngöngubeiðnir er að finna frammi í Grænumörk 5.
Gjaldkeri er á skrifstofunni alla fimmtudaga kl. 13:00 – 14:30. Ekki er tekið við greiðslu félagsgjalda þar.
Árgjaldið er kr. 4.000.- greiðsluseðill er í heimabanka og leggjast 124 kr. innheimtugjald á hvern og einn.
Ef þú ert ekki með heimabanka kemur greiðsluseðill í pósti eftir 1. apríl nk.
Fjöldi félaga í ársbyrjun 2024 voru 961.
Fjöldi félaga í árslok 2024 voru 1003.