893 2136

febsel@febsel.is

Smella hér fyrir Facebook síðu Febsel →

20. stjórnarfundur

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (3/2025).
Tuttugasti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 14.02.2025 í Uppsölum í Grænumörk 5.

 

 

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachman (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn. Ólafía Ingólfsdóttir varaformaður boðaði forföll.

 

  1. Formaður setti fund 10:30 og bauð fundarmenn velkomna.
  2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram og samþykkt.
  3. Gestur fundar. Sigþrúður Birta Jónsdóttir deildarstjóri velferðarþjónustu kom með samning milli sveitarfélagsins Árborgar og FebSel sem aðilar frá stjórn og fulltrúar frá Árborg hafa endurskoðað. MJM las upp samninginn og leist fundarmönnum margt gott í honum. Eftir umræður varðandi framlag sveitarfélagsins til FebSel var ákveðið að fresta undirskrift samningsins til vors.
  4. Aðalfundur FebSel 20.02.25. Ákveðið að stjórn mæti kl. 11:00 til að undirbúa salinn í Mörk 2 og síðan munu fundarstjóri og ritarar mæta á fund með stjórn kl. 13:00. MJM mun leggja fram ályktanir. Skýrslur nefnda verða sendar til formanns. GÞ mun hafa samband við Ingibjörgu í ferðanefnd, Rúnar í Hörpukór, Svölu í Öndvegisbókmenntum og Maríu Busk í leikhúsnefnd og biðja þau að gefa skýrslu um sínar nefndir. Kaffi og meðlæti verður í boði félagsins. Rætt um að bera fram kökur á borðin fyrir fundarmenn, stjórn er tilbúin að leggja kvenfélaginu lið. GÞ mun tala við kvenfélagskonur varðandi það. MJM mun hafa samband við formann kjörnefndar sem mun leggja fram tillögur nefndarinnar.

 

  1. Önnur mál.
  2. a) Velt upp hugmynd um hvort félagið ætti að styrkja námskeið FebSel til að auðvelda fólki að sækja námskeiðin. Verður skoðað.
  3. b) Á Hvolsvelli á að dansa 14. mars. MJM mun hafa samband við félög eldri borgara úr lágsveitum og kanna hvort áhugi sé að sameinast um sætaferð á ballið.
  4. c) EJ hefur undirritað rafrænt samning við Abler.
  5. d) Landsfundur LEB 29. Apríl, kl. 10:15 til 16:30. Forseti Íslands mun ávarpa fundinn. Lagðar verða fram lagabreytingar. Stjórn þarf umboð aðalfundar til að velja fulltrúa til aðalfund, MJM mun kalla eftir því. FebSel má senda 4 fulltrúa.
  6. e) ÓS mun verða fjarri frá 25. febr. til 13. mars.

Fundi slitið 11:40

 

Næsti fundur 20.02.25 kl. 13.00 í Uppsölum

________________________________           ________________________________

Guðrún Þóranna Jónsdóttir                               Magnús J. Magnússon.

     

     

    ________________________________           ________________________________

    Guðrún Þóranna Jónsdóttir                             Magnús J. Magnússon

    ritari                                                          formað

    Eldri stjórnarfundir

    09. stjórnarfundur

    09. stjórnarfundur 6.september 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (12/2024).Níundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 6.09.2024 í Uppsölumí Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...

    08. stjórnarfundur

    08. stjórnarfundur 23.ágúst 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (11/2024).Áttundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 23.08.2024 í Uppsölumí Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,...

    07. stjórnarfundur

    07. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (10/2024).Sjöundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn fimmtudaginn 8.8.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,...

    06. stjórnarfundur

    06. stjórnarfundur 24.maí 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (9/2024).sjötti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn kl. 10:30 föstudaginn 24.05. 2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...

    05. stjórnarfundur

    05. stjórnarfundur 10.maí 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (8/2024).fimmti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 10.05.2024 í Uppsölumí Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,...

    04. stjórnarfundur

    04. stjórnarfundur 19.apríl 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (7/2024).Fjórði fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 19.04.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,...

    03. stjórnarfundur

    03. stjórnarfundur 5.apríl 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (6/2024).Þriðji fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 05.04.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari,...

    02. stjórnarfundur

    02. stjórnarfundur 22.mars 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (5/2024).Annar fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 22.03.2024, kl. 9:00í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...

    01. stjórnarfundur

    01. stjórnarfundur 1.mars 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (4/2024).Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 01.03.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ)...