893 2136

febsel@febsel.is

Smella hér fyrir Facebook síðu Febsel →

16. STJÓRNARFUNDUR

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (19/2024).
Sextándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 13.12.2024 í Fosstúni 7.

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachman (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.

  1. Fundur settur 10:30.
  2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram, var hún samþykkt samhljóða.
  3. Starfsemi frá síðasta fundi. Aðventuhátíðin á Hótel Selfoss gekk vel, dagskráratriðin stóðu undir væntingum. Athugasemdir eru reyndar varðandi þjónustu og veitingar. Það var hörgull á veitingum en viðbót kom seint og illa og það vantaði upp á þjónustu. Rætt um þann möguleika að halda hátíðina í Grænumörk. MJM mun hitta hótelstjórann og koma óánægju félagsins formlega á framfæri. Bingóið hjá Hörpukórnum, sem var miðvikudaginn 11. desember, gekk mjög vel. Þangað mættu um 90 manns. Jólastund var í opnu húsi 12. Desember, hún gekk einnig vel, það var góð dagskrá. Kvenfélag Selfoss bauð upp á súkkulaði í súkkulaðikönnum og smákökur fyrir 1000 kr. MJM þakkar viðburðastjórn fyrir vel unnin störf á þessu ári.
  4. Næsta ár. Hugmynd hefur komið fram um að endurvekja jólatrésskemmtun. Það yrði í Grænumörk í byrjun janúar og fengnir harmonikkuleikarar. Börnum og eldra fólki yrði boðið að koma, dansað í kringum jólatré. Stjórn ræddi þetta en taldi of stuttan fyrirvara og vísað verkefninu frá. Bókaðir eru allir fimmtudagar í Opnu húsi hjá viðburðastjórn fram á vor nema eitt skipti. Skoða þarf nefndir á næsta fundi 3. janúar 2025. Einnig mun GÞ fyrir þann fund setja á blað hvenær stjórnarmenn eru kosnir síðan 2020. Ákveðið að loka heimasíðunni sem er þung og erfið. Rætt um aö fá Sigurð son Elínar til að vinna upp heimasíðuna fyrir félagið. (skoða heimasíðu LEB). Starfsemi félagsins lýkur um miðjan maí.
  5. Önnur mál
  6. Beiðni kom til MJM frá Hveragerði, bæði frá Öldungaráði og eldri borgarafélaginu um að fá að koma í heimsókn að skoða aðstöðuna hjá eldri borgurum á Selfossi. Stjórnin tekur jákvætt í það.
  7. Haft var samband við MJM frá eldri borgara í Grímsnesi. Þar er ekkert félaga eldri borgara. Fleiri hafa sýnt áhuga á því að stofna félag í Grímsnesi og Grafningi. MJM hefur boðist til að vera þeim innan handar.
  8. Öldungaráð. GÞ sagði frá 9. fundi Öldungaráðs Árborgar. Bylgja Sigmarsdóttir tengiráðgjafi kynnti starf sitt sem hún hóf í byrjun maí, hún leggur sérstaka áherslu á að efla virkni og bæta lífsgæði þeirra sem glíma við einmanaleika og félagslega einangrun. Sótt verður um áframhaldandi styrk til að halda stöðugildi tengiráðgjafa. Einnig fékk ráðið kynningu frá Margréti Björk Ólafsdóttur fulltrúa HSu um heimaspítala og kerfið Dignio sem styður við heilbrigðisþjónustu í heimahúsi.
  9. Ákveðið að senda jólakveðju í útvarpið til félagsmanna.
  10. EJ sagði frá því að þakkarkort hefði borist til félagsins frá Sigrúnu, dóttur Hjartar Þórarinssonar þar sem hún þakkar fyrir krans og kveðju vegna andláts og jarðarfarar Hjartar. Einnig fékk FebSel jólakveðju frá Prentmet Suðurlands með þökk fyrir viðskipti liðins árs.
  11. Fundi slitið 11:40

Næsti fundur 03.01.24 kl. 10.30

 

 

________________________________           ________________________________

Guðrún Þóranna Jónsdóttir                               Magnús J. Magnússon

ritari                                                                   formaður

r

Eldri stjórnarfundir

07. stjórnarfundur

07. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (10/2024).Sjöundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn fimmtudaginn 8.8.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,...

06. stjórnarfundur

06. stjórnarfundur 24.maí 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (9/2024).sjötti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn kl. 10:30 föstudaginn 24.05. 2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...

05. stjórnarfundur

05. stjórnarfundur 10.maí 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (8/2024).fimmti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 10.05.2024 í Uppsölumí Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,...

04. stjórnarfundur

04. stjórnarfundur 19.apríl 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (7/2024).Fjórði fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 19.04.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,...

03. stjórnarfundur

03. stjórnarfundur 5.apríl 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (6/2024).Þriðji fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 05.04.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari,...

02. stjórnarfundur

02. stjórnarfundur 22.mars 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (5/2024).Annar fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 22.03.2024, kl. 9:00í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...

01. stjórnarfundur

01. stjórnarfundur 1.mars 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (4/2024).Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 01.03.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ)...