13. stjórnarfundur
Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (17/2024).
Fjórtándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 15.11.2024 kl. 10:30
í Grænumörk 5.
Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachman (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.
- Formaður setti fund kl. 10:30.
- Fundargerð síðasta fundar samþykkt samhljóða.
- Heimsókn úr stjórnkerfinu. Þórhildur Ingvadóttir formaður öldungarráðs og Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs mættu á fundinn. Umræður voru um verkefni öldungaráðs, bæjarstjórn Árborgar samþykkti erindisbréf í maí 2024 og átta fundir hafa verið haldnir í öldungaráði á kjörtímabilinu. Næsti fundur verður 6. desember. Ákveðið var að hafa pallborð með öldungaráði í Opnu húsi febrúar 2025 og einnig að öldungaráð fundi með bæjarstjórn Árborgar a. m.k. einu sinni á ári.
Liður í verkefninu Gott að eldast er fræðslustund fyrir eldra fólk og aðstandendur þeirra 21. nóvember kl. 17:00-18:30. Nú er unnið að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og benti Sveinn Ægir stjórninni á að nú væri tækifæri til að leggja fram óskir um ýmislegt sem vantar eins og búnaður vegna eldhúss og/eða í sali þar sem félagsstarfið fer fram, mikilvægt er að forgangsraða. Spurt var um hvort væri biðlisti að íbúðum í Grænumörk 5 og húsunum í 1 – 3. Þórhildur svaraði að það væri ekki mikið spurt eftir litlu húsunum en lengri biðlisti í Grænumörk 5. Rætt var um aðgengi í kring um blokkirnar í Grænumörk, ein gangbraut er til að komast yfir Austurveginn og fyrir þau sem eru með göngugrind er erfitt að komast að Nettó-versluninni vegna mikillar umferðar á bílastæðinu. MJM þakkaði gestunum komuna og vonast til áframhaldandi góðs samstarfs við sveitarfélagið.
- Afgreiðsla mála frá síðasta fundi.
- Árshátíðin gekk vel, góður matur og góð skemmtiatriði, 160.000 kr. kostuðu skemmtiatriðin. Það mættu 154 gestir heldur færri en á síðasta ári, það var hallarekstur. Rætt um að hafa aðeins einn rétt næst, lambasteik, og að bera hann á borð í stað þess að allir sæki sér af hlaðborði.
- Bingó, nú eru trommla og spjöld komin í hús. FebSel stefnir að því að halda bingó eftir áramót. Einnig er í boði fyrir Hörpukórinn að fá að halda bingó til fjáröflunar vegna utanlandsferðar í vor.
- Hvað er framundan?
- Opið hús 21. nóvember 20-30 börn sem eru í blokkflautusveit munu koma og flytja tónlist undir stjórn Helgu Sighvatsdóttur. Rætt um að setja upp palla fyrir flautusveitina á milli salanna. Hugmynd kom um að styrkja Tónlistarskólann ef það hentaði, stjórnin var sammála því. ÓS mun skoða það. EJ sagði að til væri sérstakur sjóður hjá félaginu. Hún mun kanna tilurð hans og upplýsa stjórn á næsta fundi.
- Það verður Handverks- og listmarkaður í Mörk 28. nóvember kl. 13:30.
- Aðventuhátíðin verður 4. desember á Hótel Selfoss kl. 14:00. Dagskráin verður hugvekja frá presti, leikhópurinn verður með atriði og Hörpukórinn syngur. Meðlæti og kaffi verður á 3000 kr. og er það niðurgreitt af FebSel.
- Önnur mál
- Kjaramálafundur verði boðaður eftir áramót hjá FebSel í Mörkinni.
- Abler – EJ hefur kannað betur foritið abler og telur það gæti nýst FebSel. Hún sagði að eldri borgarar í Garðabæ væru að nota abler til að halda utan um greiðslur fyrir námskeið. Það kostar um 13.000 kr. á mánuði. Stjórn samþykkti að taka forritið inn eftir áramót.
- Ákveðið var að Opið hús fimmtudaginn 30. janúar yrði dagur fyrir stjórnina og fjallað um starfsemi félagsins.
- Dröfn Þorvaldsdóttir hefur farið yfir skápinn góða í sal 1 og sorterað. Sumt nýtanlegt geymt, öðru hent og einhvað tekið frá fyrir hjúkrunarheimilin á Selfossi,
- Þúsundasti félaginn er genginn í FebSel.
Fundi slitið 12:30
Næsti fundur 29.11 kl. 10.30
________________________________ ________________________________
Guðrún Þóranna Jónsdóttir Magnús J. Magnússon
ritari formaður
Eldri stjórnarfundir
07. stjórnarfundur
07. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (10/2024).Sjöundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn fimmtudaginn 8.8.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,...
06. stjórnarfundur
06. stjórnarfundur 24.maí 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (9/2024).sjötti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn kl. 10:30 föstudaginn 24.05. 2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...
05. stjórnarfundur
05. stjórnarfundur 10.maí 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (8/2024).fimmti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 10.05.2024 í Uppsölumí Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,...
04. stjórnarfundur
04. stjórnarfundur 19.apríl 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (7/2024).Fjórði fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 19.04.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,...
03. stjórnarfundur
03. stjórnarfundur 5.apríl 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (6/2024).Þriðji fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 05.04.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari,...
02. stjórnarfundur
02. stjórnarfundur 22.mars 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (5/2024).Annar fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 22.03.2024, kl. 9:00í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...
01. stjórnarfundur
01. stjórnarfundur 1.mars 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (4/2024).Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 01.03.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ)...