Fundargerð stjórnar eldri borgara Selfossi (17/2025)
14 stjórnarfundur Febsel föstudaginn 14.11.25 kl. 10.30 í Uppsölum Grænumörk.
Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir fjarverandi (EJ) gjaldkeri, Margrét Jónsdóttir (MJ) ritari, Valdimar Bragason (VB) meðstjórnandi Ólafía Ingólsfsdóttir (ÓI) varaformaður Ólafur Backman (ÓB) varamaður og Ólafur
- Fundur settur. Kl 10.32
- Fundargerð síðasta fundar lögð fram. Búið að laga smá.
- Afgreiðsla mála frá síðasta fundi. Spurning um bingómál eigum við að skipa nefnd, ef Hörpukórinn vill ekki sjá um þetta, þá skipum við nefnd. Ekki þarf endilega að hafa vinninga. Spurning hvort væri hægt að hafa peningana sem koma inn fari í vinninga. Spurning um lengd 1-1,5 tíma. Hafa þetta svipað og félagsvistin. Dansleikur febsuð hvort hann verði í marz, apríl febsel sér um hann í þetta sinn. Spurning hvar væri hægt að halda hann t.d Þingborg. Ef innanbæjar hvar þá Hvítahúsið spurning að tala við Einar.
- Af afmælishátíð! MJ fannst hún hafa gengið vel. VB sagði að þeir sem hann hittir fannst gaman. Ekki var undirballans á hátíðinni. Um 160 manns var á hátíðinni. Fólk ánægt með að maturinn hafi verið borinn á borð. Talað um hvað Hörpukórinn var góður. Talað vítt og breytt um hátíðina.
- Hvað er fram undan? Opið hús næst það verður fjallað um Tryggvaskála og 100 ára afmæli brúarinnar Dísa í Skálanum verður með erindi. MJM hringir í Heiðrúnu. Hún er mætt. Hún var búin að skoða jólakompuna, hún er búin að taka til í henni mikið til og henti hún miklu. Mjög mikið er til af jólakúlum, grýlukerti, aðventuljós nokkur, seríur, 1 jólatré. 2 jólatrésfætur. Líka til fullt af gerfilkertaljósum. Fólk er spennt fyrir því að koma og skreyta. MJM spurði hvort við yrðu ekki með skreytingardag mánudaginn 1 des eftir hádegið. Heiðrúnu leyst vel á það. ÓI spurði hvort ekki ætti að vera með smáköku-pálínuboð. ÓS sýndi Heiðrúnu tillögu að uppröðun á aðventuhátíðinni 4 des. Við megum raða borðunum upp eins og við viljum bara að skila salnum í upprunalegt form. MJM og ÓS ræddu í gær við kvenfélagið um verðið á hlaðborðinu. Þær tala um kr 5000. Og félagið borgaði niður 1.500 kr þá yrði þetta sama verð og í fyrra. Stjórnin samþykkir þetta. Umræða um verðið á kaffinu hjá þeim ef þær myndu hækka þá myndu bara færri kaupa sér með kaffinu. Jólafundurinn sem verður haldinn heima hjá ÓI hann verður 12 des kl 11 fundað fyrst síðan borðað kl 12.00.
- Önnur mál. Mörg mál voru tekin fyrir á síðasta fundi LEB MJM fór aðeins yfir það með okkur. MJM sagði einnig að Bragi bæjó segir að framlagið til okkar verði hækkað. Hvenær eigum við að halda námskeið um netglæpi of fl. Viðburðarstjórinni lagði fram tilboð til MJM um að það námskeið yrði 27 nóv fyrir það eða MJM og Beggi yrðu með færeyarkynningu þá ef ekki væri hægt að vera með námskeiðið. Karlar í skúrum. Bylgja og fl komu hingað og löbbuðu um salina í húsinu. MJM hafði stungið upp á því við hana smíðastofur í skólum. Búið var að taka umræðu um þetta með að setja vélar hérna inn. Einnig benti MJM Bylgju á það að ekki væri gott ef hún væri að koma hingað án þess að tala við félagið. Bylgja og Heiðdís koma aftur í húsið 18 nóv til að skoða málið. Rauði krossinn er að byrja með svipað verkefni.
Næsti fundur 28.11 kl. 10.30
Fundi slitið kl 11.25
___________________________ ____________________________
Margrét Jónsdóttir ritari Magnús J. Magnússon formaður
Sigurðsson (ÓS) varamaður.
Eldri stjórnarfundir
03. stjórnarfundur
03. stjórnarfundur 5.apríl 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (6/2024).Þriðji fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 05.04.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari,...
02. stjórnarfundur
02. stjórnarfundur 22.mars 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (5/2024).Annar fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 22.03.2024, kl. 9:00í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...
01. stjórnarfundur
01. stjórnarfundur 1.mars 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (4/2024).Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 01.03.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ)...
