10. stjórnarfundur 19.09.25
Fundargerð stjórnar eldri borgara Selfossi (14/2025)
10 stjórnarfundur Febsel föstudaginn 19.09.25 kl. 10.30 í Uppsölum Grænumörk.
Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Margrét Jónsdóttir (MJ) ritari, Valdimar Bragason (VB) meðstjórnandi tafðist kom aðeins of seint, Ólafía Ingólsfsdóttir (ÓI) varaformaður Ólafur Backman (ÓB) varamaður og Ólafur Sigurðsson (ÓS) varamaður.
Dagskrá
- Fundur settur.
- Fundargerð síðasta fundar lögð fram. ÓS spurði hvort seinasta setningin í 6 lið væri ekki óþörf hún tæki málið úr samhengi var það samþykkt og leiðrétt.
- Ball FEBSUÐ 26.09.25. Búið að færa ballið til 24. Okt 2025
- Stjórnarfundi Öldrunarráðs Íslands 08.09.25 // Stjórnarfundur LEB 10.09.25 MJM var kosinn varaformaður Öldrunarráðs Íslands hann sagði að ráðið þyrfti að endurskoða allt varðandi þetta ráð t.d lög og gera þetta ráð virkara. Fjöldi hjúkrunarheimila og aðrar stofnanir ásamt sveitarfélögum. Stjórnarfundur LSB þar var skipulagið í lagi 16 atriði voru á fundinum. Rætt var um formannafundinn sem er væntanlegur. 16 okt verði málþing um ofbeldi gagnvart eldra fólki. Rætt var um kjaramál eldri borgara. MJM sagði frá umræðum á þeim fundi og formaður er að fara af stað í fundarheimsóknir um landið. Umræða um kjaramál. Hvað ríkisstjórnin sé ekkert að gera fyrir eldri borgara.
- Efni frá síðasta fundi Talað um stólaleikfimina. Ath hvað tímagjald hún tæki ef félagið borgaði. Tala á við Bryndísi um hvað hún tæki. EJ og ÓI taka að sér að tala við hana. Talað um kostnað td tálgað í tré og postulínið. Frístundarmessan var allt öðruvísi en í fyrra foreldrar voru aðallega að ath hvað væri í boði fyrir börnin sín. Ritari gleymi að mæta en EJ og ÓS voru en ein hjón komu til þeirra. . MJM talaði um að semja við kvenfélagið að greiða fast verð á kynningarfundum fyrir 4 á hverjum. Menningarmánuður talað um þjóðbúningadagurinn. Talað um hvaða viðburðir verða á opnu húsi í vetur viðburðarstjórnin er komin með dagskrá fram á næsta ár. Siggi Jóns er
Að tala um að halda myndlistarsýningu í okt. Talað um að VB mætti á fundinn. MJM fór í hundavaði hvað við værum búin að tala um á fundinum.
- Kynningarfundur dagsins. . Hann var í gær og vel heppnaður mættu um 200-220 manns fulltrúar voru frá sveitarfélaginu voru mættir og sáu vonandi hvað við höfum verið að tala um það sem vantað. 207 diskar fóru frá kvenfélaginu. ÓS talaði um hvort við yrðum að spá í það hvort við yrðum að fara með fundinn annað þar sem alltaf fjölgar á þeim fundi. Talað um stólana margir skítugir rauðu stólarnir sem eru með tau.
- Önnur mál. kynningarfundurinn eftir viku hjá viðburðarstjórninni spurning hve margir mæta. Hafa samband við kvenfélagið með fjölda viðburðarnefndin ætlar að láta kvenfélagið hafa lista . EJ talaði um bingó til að styrkja sjóðinn góða 6 okt frá 16.00 – 18.00 spjallað um hvað marga vinninga ætti að hafa og hvaðan þeir væru. Ath hvort bingóið yrði kynnt á næsta opna húsi. Sigurður Júlíusson verður með kynningu í Hveragerði um gervigreind og annað. íðM talaði um leikhúsferðir hann ætlar að setjast niður með nefndinni og spjalla veturinn. MJM talaði um afmælishátíðina hvað matur yrði í boði og verð. Magnús Kjartan kemur Jón skeiðungur verður verðið verður 10.000 kr miðinn miðað við 150 manns. Talað um borðfána MJM sagði að g um fána. Kona kom til MJM og vill vera með vatnslitahóp. Það seldist upp á öll 3 prjónanámskeiðin sem kynnt voru á fundinum í gær. EJ sagist ekki gefa kost á sér í gjaldkerann á næsta ári hún verður mikið frá á næsta ári og er með önnur plön. ÓS hver sé staðan á bodsíanu MJM er búin að fá leyfi til að gera völl niður í sal. ÓS talaði um útskurðinn hvort það væri maður í Hveragerði sem væri með námskeið í því og hvort félagar gæti keyrt saman á námskeið þar. ÓS talaði um að fólk sem væri í stjórn og viðburðarstjórn þyrfti að vera í góðu líkamlegu formi.
- Fundi slitið kl 11.45
Næsti fundur 03.10 kl. 10.30
___________________________ ____________________________
Margrét Jónsdóttir ritari Magnús J. Magnússon formaður
Eldri stjórnarfundir
19. stjórnarfundur
19. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (3/2025).Nítjándi fundur stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 31.01.2025 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín...
21. stjórnarfundur
21. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (6/2025).Tuttugasti og fyrsti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn kl. 13:00, fimmtudaginn 20.02.2023 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ)...
18. stjórnarfundur
18. stjórnarfundur stjórnarfundur föstudaginn 17.01.25 kl. 09:00 í Uppsölum Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (2/2025).Átjándi fundur stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 17.01.2025 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM)...
17. stjórnarfundur
17. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (1/2025).Sautjándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 03.01 2025 í Uppsölum í Grænumörk 5.Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín...
16. stjórnarfundur
16. STJÓRNARFUNDUR Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (19/2024).Sextándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 13.12.2024 í Fosstúni 7. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín Jónsdóttir (EJ)...
15. stjórnarfundur
15. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (18/2024).Fimmtándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 29.11.2024 kl. 10:30 í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún Þóranna...
14. stjórnarfundur
13. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (17/2024).Fjórtándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 15.11.2024 kl. 10:30 í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín...
13. stjórnarfundur
13. stjórnarfundur 1.nóvember 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (16/2024). Þrettándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 01.11.2024 í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín...
12. stjórnarfundur
12. stjórnarfundur 18.október 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (15/2024).Tólfti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn kl. 10:30 föstudaginn 18.10.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...
11. stjórnarfundur
11. stjórnarfundur 4.október 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (14/2024). Ellefti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn fimmtudaginn 19.0.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...
