10. stjórnarfundur
19.september 2024
-
Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (13/2024).
Tíundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn fimmtudaginn 19.09.2024 í Uppsölum í GrænumörkMætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachman (ÓB) meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.
1. Fundur settur kl. 13:00
2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram og samþykkt samhljóða.
3. Fundur formanna félaga eldri borgara á Suðurlandi 01.10.24. Fundurinn verður á Höfðabrekku í Vík. Kl. 12:30 og hefst með súpu. Borist hafa boð frá öllum félögum á Suðurlandi og munu þau öll senda fulltrúa. Helgi Pétursson formaður LEB og Björn Snæbjörnsson formaður kjaramálanefndar LEB munu mæta á fundinn með upplýsingar frá landssamtökunum og kjaranefndinni.
4. Fundur verður á vegum LEB og SÍS, Samtökum íslenskra sveitarfélaga með Öldungarráðum á landsvísu 17. október kl. 13:00 á Stórhöfða 35. Þar veður fjallað um hlutverk öldungarráða.
5. Frá kjaramálafundi LEB 09.09.24. Fundur stjórnar LEB og Kjaranefndar LEB var haldinn 09.09.24. Ákveðið að halda landshlutafundi um allt land á haustdögum og byrja á fundi á Suðurlandi 01.10.24. Ákveðið að einbeita sér að einu máli í einu og leiða það til lykta. Ekki vera með marga bolta á lofti í einu. Nú eru það kjör þeirra sem minnst hafa og frítekjumarkið! Formaður kjaranefndar LEB er Björn Snæbjörnsson.6. Efni frá síðasta fundi. Sundjóga frestast fram yfir áramót. Dansfærninámskeið verður á föstudögum í M2, það er frítt og verður opið fyrir áhugasama, spænskur kennari. MJM hitti Einar Sumarliðason sem sá um glervinnsluna í nokkur ár. Einar getur ekki verið áfram vegna heilsuleysis og kom hann í síðustu viku og gekk frá gögnum og tók það sem honum tilheyrði. Rýmið sem glervinnslan var í tók þrjú herbergi, stjórnin mun hittast nk. fimmtudag 26. sept. kl. 12 og taka til í þessu rými og ganga frá því sem tilheyrir glervinnslu. Poststulín og keramik mun verða flutt í þetta rými og er nýi brennsluofninn staðsettur þar.
7. Kynningarfundur dagsins. MJM mun kynna dagskrána og munu nokkrir leiðbeinendur segja ítarlegar frá sínum verkefnum. Jóhanna frá Rauða krossinum kemur og segir frá sjálfboðastarfi og ýmsu sem Rauði krossinn er að gera til að minnka einsemd og einangrun fólks. ÓS mun segja frá stöðu verkefnisins Karlar í Skúrum
8. Önnur mál
a) Fundur verður í Öldungaráði Árborgar. 27. sept.
b) Tekið verður til í eldhúsaðstöðunni – tekin út örbylgjuofn og gömul kaffivél.
c) Opið hús verður áfram á fimmtudögum með hinum ýmsu viðburðum sem auglýstir verða í Dagskránni. VB mun hafa umsjón að setja inn auglýsingar og að semja við Dagskrána.
d) Frá eldri borgurum í Hveragerði – Dansleikur verð ur 15. okt. Tónlistin verður í umsjón Diskóteksins Dísu – Eldri borgarar á Suðurlandi boðnir velkomnir.
e) Heiðursfélagar – þeirra réttur, okkar skyldur. Vísað til næsta fundar.
9. Fundi slitið 13:45
Næsti fundur 04.10 kl. 10.30________________________________ ________________________________
Guðrún Þóranna Jónsdóttir Magnús J. Magnússon
ritari formaður
Eldri stjórnarfundir
18. stjórnarfundur
18. stjórnarfundur stjórnarfundur föstudaginn 17.01.25 kl. 09:00 í Uppsölum Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (2/2025).Átjándi fundur stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 17.01.2025 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM)...
Opið hús 30.janúar
Opið hús í dag. Ekki er ólíklegt, að ýmsir mögulegir gestir, hafi, af skynsemisástæðum, setið heima, í stað þess að leggja leið sína á opið hús, eins og veðurástandið er. Lái þeim hver sem vill. Hinsvegar var framlag gestsins, Guðna Ágústssonar, einkar áhugavert og...
Opið hús
Árið hófst með látum og tæpt að tíminn dygði til að ljúka því sem fyrir lá. Meðan gestir í fullum salnum voru að ljúka við að sporðrenna rjómavöfflunum, var ný og nútímaleg heimasíða félagsins opnuð. Sigurður Júlíusson hjá IDÉ auglýsingastofu hefur unnið að síðunni og...
Tónlistar- og kaffiveisla
Eftir að þúsundasti félaginn í FebSel hafði verið heiðraður með blómvendi (sjá hér fyrir neðan) steig fram blokkflautusveit frá Tónlistarskóla Árnessýslu. Þarna komu fram einstaklingar, minni hópar og svo allir saman. Afskaplega var þetta nú skemmtilegt. Við þetta...
Fornbókalestur: Fatnaður á víkingatíma
Það hitnaði heldur í kolunum í tengslum við lestur þessa morguns, þegar fatnaður reyndist verða meginþemað. Katrín dró fram leikmuni til útskýringar og fór á kostum við að gera sem gleggsta grein fyrir því hvernig þessu var öllu háttað í "denn". Hannes tók að sér...
17. stjórnarfundur
17. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (1/2025).Sautjándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 03.01 2025 í Uppsölum í Grænumörk 5.Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín...
Ný vefsíða FebSel
Idé auglýsingastofa óskar Félagi eldri borgara á Selfossi innilega til hamingju með nýja vefsíðu Nýja vefsíðan er hönnuð með þarfir félagsmanna að leiðarljósi og býður upp á einfalt viðmót, upplýsingar um viðburði, þjónustu félagsins og ýmist annað hagnýt efni. Idé...
Myndir úr starfinu
Félagsstarf eldri borgara á Selfossi er ómissandi vettvangur fyrir þá sem vilja njóta lífsins í góðum félagsskap! Hér er alltaf eitthvað spennandi á döfinni, hvort sem það eru skemmtikvöld, gönguferðir, íþróttir eða handavinna. Starfið fer fram í hlýlegu umhverfi...
16. stjórnarfundur
16. STJÓRNARFUNDUR Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (19/2024).Sextándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 13.12.2024 í Fosstúni 7. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín Jónsdóttir (EJ)...
Litlu jólin
Það var ánæjulegt að finna þann metnað sem kvenfélagið lagði í stundina, með skreytingum, heitu súkkulaði með rjóma og smákökum. Gaf þessu ansi hátíðlegan blæ. Frænkurnar Hugrún Birna og Bryndís Embla heilluðu mannskapinn með tónlistarflutningi. Ingibjörg Kristín...