07. stjórnarfundur
Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (10/2024).
Sjöundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn fimmtudaginn 8.8.2024 í Uppsölum
í Grænumörk 5.
Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín
Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachman (ÓB)
meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.
1. Fundarsetning Formaður setti fund kl. 10:25.
2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram og samþykkt samhljóða.
3. Kynningarfundurinn og vetrardagskráin Kynningarfundur FebSel verður
19.09 og mun byrja kl. 14:00. Kvenfélagið verður beðið að sjá um kaffið og
komin hefð fyrir að það sé í boði FebSel. Fundur var sl. vor með
leiðbeinendum námskeiða og hópa. Þar kom fram að flestir vilja áfram vera
á sama stað og tíma. Postulínshópurinn mun trúlega flytja inn á
austurganginn þar sem glerið hefur verið. Athugað verður með sundjóga sem
rætt var sl. vor. – Elín mun hafa samband við Magnús í sundlauginni til að
kanna hvort hægt sé að fá tvo tíma á viku. Haft hefur verið samband við EJ
um hvort áhugi sé fyrir dansi, þetta er líkt zumba, en frjáls hreyfing, Zualy er
danskennarinn og tengiráðgjafi er Bylgja. EJ mun kanna málið. Fyrsta opna
húsið verður 26.09 kl. 14:45 , þar mun viðburðastjórn kynna drög að
vetrardagskrá.
4. Fastir viðburðir á starfsárinu: Árshátíð verður 7.11, kl. 18 á Hótel Selfoss.
Aðalfundur verður 20. febrúar 2025. Listasýning verður á Vor í Árborg og
uppskeruhátíð í vor. Rætt um stöðuna á Karlar í skúrnum – verður í
Nytjamarkaðnum í vesturenda hússins. ÓS mun kanna stöðu hjá
forsvarsmönnum Nytjamarkaðarins um framkvæmd verkefnisins og ef
einhverjar fréttir eru þá að segja frá því á kynningarfundinum.
2
5. Fundartímar stjórnar – MJM mun senda stjórninni tímasetta stjórnarfundi.
Síðasti stjórnarfundur ársins verður 14. febrúar 2025.
6. Önnur mál
a) Jarðarför Hjartar Þórarinssonar verður á morgun, 9. ágúst. Sigríður
Guðmundsdóttir fyrrverandi formaður FebSel mun senda minningargrein
fyrir hönd FebSel, kveðja verður lesin frá félaginu í útförinni og krans
sendur frá félaginu og Hörpukórnum.
b) Ferðanefnd FebSel boðar til samveru í Árnesi í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi 20. ágúst sem kallast „Einu sinni á ágústkvöldi“
c) Móttaka á hjartastuðtæki – Stefnt að því að hafa hana á kynningarfundi í
sept. Þá myndi Kvenfélag Selfoss afhenda FebSel hjartastuðtækið
formlega.
d) Félagsgjöld, spurning hvort ástæða er til að hækka þau. Verður ákveðið
síðar. Nokkuð margir hafa ekki greitt og mun EJ kanna það frekar m.a.
með því að hringja í viðkomandi.
e) Heimasíða – MJM bað stjórnarmenn að skoða heimasíður hjá öðrum eldri
borgara félögum fyrir næsta stjórnarfund.
f) FebSel hefur árlega greitt styrk til Hörpukórsins. Síðan 2023 hefur
upphæðin verið 300.000 kr.
g) Ísfirðingar komu í heimsókn sl. vor, þeir sendu kveðju með þakklæti fyrir
góðar móttökur. Eldri borgarar í Hornfirði hafa óskað eftir að vera með í
félagi við Sunnlendinga. MJM mun boða þá á næsta formannafund
Sunnlendinga. Þingmenn Sunnlendinga hafa hug á að mæta aftur á fund
með forsvarsmönnum Eldri borgara á Suðurlandi, mögulega næsta fund
nú á haustdögum.
Fundi slitið kl. 11.23
Næsti fundur 23.08 og verður boðaður með dagskrá.
Eldri stjórnarfundir
Bókasafnsferð
Afsakið góðir félagar. Ég fékk þá flugu í höfuðið að setja hér inn á síðuna nokkrar myndir af eldri borgurum sem eru í ýmsum öðrum hópum en á vegum félagsins okkar. Ég þekki nú ekki alla slíka hópa en ég datt inn á bókasafnið í morgun og þar er hress hópur þar sem...
15. stjórnarfundur
15. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (18/2024).Fimmtándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 29.11.2024 kl. 10:30 í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Elín Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún Þóranna...
14. stjórnarfundur
13. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (17/2024).Fjórtándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 15.11.2024 kl. 10:30 í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín...
13. stjórnarfundur
13. stjórnarfundur 1.nóvember 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (16/2024). Þrettándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 01.11.2024 í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín...
12. stjórnarfundur
12. stjórnarfundur 18.október 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (15/2024).Tólfti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn kl. 10:30 föstudaginn 18.10.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...
11. stjórnarfundur
11. stjórnarfundur 4.október 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (14/2024). Ellefti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn fimmtudaginn 19.0.2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...
10. stjórnarfundur
10. stjórnarfundur 19.september 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (13/2024).Tíundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn fimmtudaginn 19.09.2024 í Uppsölum í Grænumörk Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...
09. stjórnarfundur
09. stjórnarfundur 6.september 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (12/2024).Níundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 6.09.2024 í Uppsölumí Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...
08. stjórnarfundur
08. stjórnarfundur 23.ágúst 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (11/2024).Áttundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 23.08.2024 í Uppsölumí Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður,...
06. stjórnarfundur
06. stjórnarfundur 24.maí 2024 Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (9/2024).sjötti fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn kl. 10:30 föstudaginn 24.05. 2024 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI)...