893 2136

febsel@febsel.is

Smella hér fyrir Facebook síðu Febsel →

07. stjórnarfundur

Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (10/2024).
Sjöundi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn fimmtudaginn 8.8.2024 í Uppsölum

í Grænumörk 5.

Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín
Jónsdóttir (EJ) gjaldkeri, Guðrún Þóranna Jónsdóttir (GÞ) ritari, Ólafur Bachman (ÓB)
meðstjórnandi, Ólafur Sigurðsson (ÓS) og Valdimar Bragason (VB) varamenn.
1. Fundarsetning Formaður setti fund kl. 10:25.
2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram og samþykkt samhljóða.
3. Kynningarfundurinn og vetrardagskráin Kynningarfundur FebSel verður
19.09 og mun byrja kl. 14:00. Kvenfélagið verður beðið að sjá um kaffið og
komin hefð fyrir að það sé í boði FebSel. Fundur var sl. vor með
leiðbeinendum námskeiða og hópa. Þar kom fram að flestir vilja áfram vera
á sama stað og tíma. Postulínshópurinn mun trúlega flytja inn á
austurganginn þar sem glerið hefur verið. Athugað verður með sundjóga sem
rætt var sl. vor. – Elín mun hafa samband við Magnús í sundlauginni til að
kanna hvort hægt sé að fá tvo tíma á viku. Haft hefur verið samband við EJ
um hvort áhugi sé fyrir dansi, þetta er líkt zumba, en frjáls hreyfing, Zualy er
danskennarinn og tengiráðgjafi er Bylgja. EJ mun kanna málið. Fyrsta opna
húsið verður 26.09 kl. 14:45 , þar mun viðburðastjórn kynna drög að
vetrardagskrá.
4. Fastir viðburðir á starfsárinu: Árshátíð verður 7.11, kl. 18 á Hótel Selfoss.
Aðalfundur verður 20. febrúar 2025. Listasýning verður á Vor í Árborg og
uppskeruhátíð í vor. Rætt um stöðuna á Karlar í skúrnum – verður í
Nytjamarkaðnum í vesturenda hússins. ÓS mun kanna stöðu hjá
forsvarsmönnum Nytjamarkaðarins um framkvæmd verkefnisins og ef
einhverjar fréttir eru þá að segja frá því á kynningarfundinum.

2

5. Fundartímar stjórnar – MJM mun senda stjórninni tímasetta stjórnarfundi.
Síðasti stjórnarfundur ársins verður 14. febrúar 2025.
6. Önnur mál
a) Jarðarför Hjartar Þórarinssonar verður á morgun, 9. ágúst. Sigríður
Guðmundsdóttir fyrrverandi formaður FebSel mun senda minningargrein
fyrir hönd FebSel, kveðja verður lesin frá félaginu í útförinni og krans
sendur frá félaginu og Hörpukórnum.
b) Ferðanefnd FebSel boðar til samveru í Árnesi í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi 20. ágúst sem kallast „Einu sinni á ágústkvöldi“
c) Móttaka á hjartastuðtæki – Stefnt að því að hafa hana á kynningarfundi í
sept. Þá myndi Kvenfélag Selfoss afhenda FebSel hjartastuðtækið
formlega.
d) Félagsgjöld, spurning hvort ástæða er til að hækka þau. Verður ákveðið
síðar. Nokkuð margir hafa ekki greitt og mun EJ kanna það frekar m.a.
með því að hringja í viðkomandi.
e) Heimasíða – MJM bað stjórnarmenn að skoða heimasíður hjá öðrum eldri
borgara félögum fyrir næsta stjórnarfund.
f) FebSel hefur árlega greitt styrk til Hörpukórsins. Síðan 2023 hefur
upphæðin verið 300.000 kr.
g) Ísfirðingar komu í heimsókn sl. vor, þeir sendu kveðju með þakklæti fyrir
góðar móttökur. Eldri borgarar í Hornfirði hafa óskað eftir að vera með í
félagi við Sunnlendinga. MJM mun boða þá á næsta formannafund
Sunnlendinga. Þingmenn Sunnlendinga hafa hug á að mæta aftur á fund
með forsvarsmönnum Eldri borgara á Suðurlandi, mögulega næsta fund
nú á haustdögum.
Fundi slitið kl. 11.23
Næsti fundur 23.08 og verður boðaður með dagskrá.

Eldri stjórnarfundir

18. stjórnarfundur

18. stjórnarfundur stjórnarfundur föstudaginn 17.01.25 kl. 09:00 í Uppsölum Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (2/2025).Átjándi fundur stjórnar Feb Selfossi, haldinn föstudaginn 17.01.2025 í Uppsölum í Grænumörk 5. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM)...

Opið hús 30.janúar

Opið hús í dag. Ekki er ólíklegt, að ýmsir mögulegir gestir, hafi, af skynsemisástæðum, setið heima, í stað þess að leggja leið sína á opið hús, eins og veðurástandið er. Lái þeim hver sem vill. Hinsvegar var framlag gestsins, Guðna Ágústssonar, einkar áhugavert og...

Opið hús

Árið hófst með látum og tæpt að tíminn dygði til að ljúka því sem fyrir lá. Meðan gestir í fullum salnum voru að ljúka við að sporðrenna rjómavöfflunum, var ný og nútímaleg heimasíða félagsins opnuð. Sigurður Júlíusson hjá IDÉ auglýsingastofu hefur unnið að síðunni og...

Tónlistar- og kaffiveisla

Eftir að þúsundasti félaginn í FebSel hafði verið heiðraður með blómvendi (sjá hér fyrir neðan) steig fram blokkflautusveit frá Tónlistarskóla Árnessýslu. Þarna komu fram einstaklingar, minni hópar og svo allir saman. Afskaplega var þetta nú skemmtilegt. Við þetta...

Fornbókalestur: Fatnaður á víkingatíma

Það hitnaði heldur í kolunum í tengslum við lestur þessa morguns, þegar fatnaður reyndist verða meginþemað. Katrín dró fram leikmuni til útskýringar og fór á kostum við að gera sem gleggsta grein fyrir því hvernig þessu var öllu háttað í "denn". Hannes tók að sér...

17. stjórnarfundur

17. stjórnarfundur Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (1/2025).Sautjándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 03.01 2025 í Uppsölum í  Grænumörk 5.Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín...

Ný vefsíða FebSel

Idé auglýsingastofa óskar Félagi eldri borgara á Selfossi innilega til hamingju með nýja vefsíðu Nýja vefsíðan er hönnuð með þarfir félagsmanna að leiðarljósi og býður upp á einfalt viðmót, upplýsingar um viðburði, þjónustu félagsins og ýmist annað hagnýt efni. Idé...

Myndir úr starfinu

Félagsstarf eldri borgara á Selfossi er ómissandi vettvangur fyrir þá sem vilja njóta lífsins í góðum félagsskap! Hér er alltaf eitthvað spennandi á döfinni, hvort sem það eru skemmtikvöld, gönguferðir, íþróttir eða handavinna. Starfið fer fram í hlýlegu umhverfi...

16. stjórnarfundur

16. STJÓRNARFUNDUR Fundargerð stjórnar Félags eldri borgara Selfossi (19/2024).Sextándi fundur stjórnar FEB Selfossi, haldinn föstudaginn 13.12.2024 í Fosstúni 7. Mætt: Magnús J. Magnússon (MJM) formaður, Ólafía Ingólfsdóttir (ÓI) varaformaður, Elín Jónsdóttir (EJ)...

Litlu jólin

Það var ánæjulegt að finna þann metnað sem kvenfélagið lagði í stundina, með skreytingum, heitu súkkulaði með rjóma og smákökum. Gaf þessu ansi hátíðlegan blæ. Frænkurnar Hugrún Birna og Bryndís Embla heilluðu mannskapinn með tónlistarflutningi. Ingibjörg Kristín...