Nýr bótaflokkur hjá Tryggingastofnun ríkisins um félagslegan stuðning við aldraða

on .

Úrræðinu er ætlað að styrkja framfærslu 67 ára og eldri sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum. Félagslegur viðbótarstuðningur getur að hámarki numið 231.110 kr. á mánuði. Þessi upphæð er 90% af fullum ellilífeyri almannatrygginga á árinu 2020. Þeir sem búa einir og eru einir um heimilisrekstur geta til viðbótar átt rétt á allt að 90% af heimilisuppbót sem er 58.400 kr. á mánuði á árinu 2020.