Stuðningur við kaup á tækjum fyrir styrktarleikfimi

on .

Fjölskyldusvið Árborgar

Bt. Þorsteins Hjartarsonar, sviðsstjóra

Ráðhúsinu Austurvegi 2

800 Selfoss

                                                                                                                                                    7.september 2020

 

 

Stuðningur við kaup á tækjum fyrir styrtkarleikfimi eldri borgara.

Stjórn FEB hefur samið við íþróttafræðing um að vera með styrktarleikfimi fyrir 60 plús í sal félagsins í Grænumörk 5. Til að það geti gengið eftir þurfum að kaupa ýmis smá tæki s.s. lóð, teygjur, jafnvægispúða, m.m. að upphæð kr. 140.000. Tækin munu svo nýtast okkur áfram um ókomin ár.

Í heilsueflandi bæ er bæjaryfirvöldum að sjálfsögðu kunnugt hve mikilvægt það er fyrir lýðheilsu eldri borgara að halda sér í góðu formi. Hreyfing er nauðsynleg en til verða líka að koma styrktaræfingar. Unnið verður eftir svokölluðu Janusarkerfi þ.e. gerðar svipaðar æfingar og mælingar sem hann er með og við erum svo heppin að hafa fengið íþróttafræðing sem er vel kunnugur Janusar kerfinu. Æfingarnar munu hefjast um leið og aðstæður í þjóðfélaginu leyfa.

 

Með vinsemd

Guðfinna Ólafsdóttir

Formaður Félags eldri borgara Selfossi.