Bæjarstjórn Árborgar 30.03.2020

on .

30. mars 2020

Bæjarstjórn Árborgar
Bt. Gísla Halldórs Halldórsson, bæjarstjóra
Ráðhúsinu
Austurvegi 1, Selfossi

Stjórn Félags eldri borgara, Selfossi vekur athygli á ályktun frá Landssambandi eldri borgara frá 24. mars 2020. Margir eldri borgarar þurfa á víðtækri þjónustu að halda eins og að fara í verslanir og apótek, margir nýta sér leigubíla og nú þurfa þeir að fá sendingar heim sem fela í sér aukinn kostnað. Við skorum því á sveitarfélagið:

  • að taka upp gjaldfrjálsa heimsendingu til þeirra eldri borgara sem þurfa að fá sendingar heim til sín.
  • að lækka fasteignagjöld sem kemur öllum til góða.

Það sem við í stjórn FEB höfum gert er:

  • félagið hefur keypt kennsluefni fyrir spjaldtölvur, IPAD og Androidkerfi og kæmi stuðningur sveitarfélagsins við kaup á þeim sér vel.
  • Stjórnin mun hringja í alla félaga FEB sem eru 85 ára og eldri og/eða búa einir og höfum við útbúið lista og skipt með okkur verkum.

Við höfum skilning á því að bæjarstjórn hefur í mörg horn að líta eins og ástandið er. Okkar félagar tilheyra viðkvæmasta hóp samfélagsins og því væri gott að heyra hvað er í bígerð hjá ykkur gagnvart okkar félögum og hvað þið hyggist gera fyrir okkar skjólstæðinga.


Með góðum kveðjum:
f.h. stjórnar FEB
Guðfinna Ólafsdóttir, formaður